Samvinnan - 01.10.1971, Blaðsíða 59
Framhald af bls. 9.
með því að staðsetja slíkar
stofnanir í þéttbýliskjörn-
um . . í sömu málsgrein:
„. . . Norðmenn og Svíar hafa
notað staðsetningu mennta-
stofnana sem lið í markvissri
byggðastefnu . . og enn:
„fyrri áskoranir . . . um stað-
setningu Tækniskóla íslands
. . .“ (Allar leturbreyt. gerðar
hér. G.M.).
Svo er fyrir þakkandi, að enn
hefur þessi eilífa staðsetning-
arþvæla eigi náð að spjalla
daglegt mál alþýðu manna, a.
m. k. ekki þar sem ég þekki til;
hún er að ofan komin eins og
raunar fleira, það er til lýta
horfir tungunni.
Eigi fer það milli mála, að
harðmæli er fegurra en lin-
mæli. Þó hefur linmælið sótt á.
Dr. Jakob Benediktsson, sem
sjálfur er harðmæltur, telur, að
„þó að ef til vill megi seinka
eitthvað útbreiðslu linmælis og
halda í varðveizlu eldri fram-
burðar á nokkrum staðbundn-
um framburðaratriðum“, þá
verði sigurgöngu linmælisins
ekki snúið við. Mig langar til
að vera þarna á öðru máli. Ég
held að stöðva mætti útbreiðslu
linmælis eða jafnvel útrýma
því, ef skólar, útvarp og sjón-
varp legðust á eitt. Eða er þetta
aðeins óskhyggja? Ég þykist
mega fullyrða, að minna beri á
linmæli í útvarpinu nú en áð-
ur og færri þeir, sem þar koma
fram og segja Reygjvíg. Þetta
er sannarlega þakkarvert. Lin-
mæltir menn mega helzt ekki
tala í útvarp eða sjónvarp,
hversu ágætir sem annars
kunna að vera.
— Nú er víst löngu mál að
linni. Hefði þó verið gaman að
drepa á sitthvað fleira, svo sem
fátæklegt orðafar sumra þess-
ara svokölluðu barnabóka, sem
Hallfreður Örn telur — og
vafalaust með réttu — að
háska geti valdið. En það er ef
til vill synd að eyða vönduðum
pappír undir svona langloku-
ITT
FRYSTIKISTUR
Ekki ódýrastar
— aftur á móti
leyna gæðin
sér ekki!
AFBORGANIR VIÐ HVERS
MANNS HÆFI
VERZLUNIN PFAFF
SKÓLAVÖRÐUSTÍG
SÍMI 13725
NÝR FISKIKASSI
gerður eftir margra ára rannsóknir og
upplýsingum frá fjölda aðila er við fisk-
veiðar og fiskvinnslu starfa, um stærð
og lögun.
Staflast saman tómir, spara rými og
gefa nægjanlegt vinnupláss. Standa
mjög stöðugir eftir að sett hefir verið
í þá.
Staflast eftir lögun bátsins og nýta full-
komlega lestarrými.
B. SIGURÐSSON SF. Höfðatúni 2, sími 22716
59