Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 12
Frá þingi AlþjóÖasambands samvinnu- manna milljón dollara. Samkaupin á vegum INTERCGOP námu í sérvörum samtals 293 milljónum dollara, og í matvörum 95 milljónum dollara. Þá var einnig skýrt frá starfsemi nýju innkaupaskrif- stofunnar í Hong Kong. Velta hennar fyrsta árið var um 5 milljónir dollara, og voru kaupin nær eingöngu gerð frá Hong Kong, Macao og Kínverska alþýðulýð- veldinu. Þá var einnig gefin skýrsla um starfsemi nefndar ICA um framleiðslusamvinnu, og einnig um allmarga vinnuhópa sam- bandsins. Þar vakti mesta athygli skýrsla sem gefin var um starfsemi vinnuhóps um ferðamál, en aðild að honum eiga nú full- trúar frá 28 aðildarsamböndum í 18 löndum. Innan nefndarinnar er ríkjandi mikill áhugi frá 28 aðildarsamböndum í 18 löndum. Innan nefndarinnar er ríkjandi mikill áhugi á því að auka þátt- töku samvinnufélaga í þjónustu á sviði ferðalaga, og m.a. eru í gangi þar hug- Ein af starfsnefndum ICA er kvennanefn d in, sem unnið hefur af krafti undanfarið. Nefndin heldur fund hér á landi dagana 5. og 6. júlí á næst ári í tilefni af hundrað ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar. A myndinni hér að neðan er kvennanefndin að störfum í Helsinki. Fulltrúi íslands, frú Sigríður Thorlacíus, er yst til vinstri. myndir um að stofna sérstakt fyrirtæki, sem á þessu stigi var nefnt TOURINC- OOP, og myndi hafa það verkefni að fjár- magna nauðsytilegar framkvæmdir til að efla hópferðir og sumardvalarstarfsemi fyrirallan almenning. • Staða konunnar í samvinnufélögum Ein af starfsnefndum ICA er kvenna- nefndin, sem unnið hefur af miklum krafti undanfarið undir ötulli for- mennsku sænskrar konu að nafni Ulla jonsdotter. Nefndin hefur safnað mikl- um upplýsingum um stöðu kvenna innan samvinnufélaga hvarvetna í heiminum og benl á fjtildamörg atriði sem horfa til úrbóta í þeim efnum. Nú í Helsinki var einnig haldinn sameiginlegur fundur kvennanefndarinnar og vinnuhóps sam- vinnublaðamanna, þar sem rætt var sér- staklega um eínið „konur og sam- vinnublöð”. Framsögu hafði sænsk blaða- kona, Ingrid Isakson, og rakti hún m.a. niðurstöður könnunar sem sýndi að um- fjöllun um konur og efni frá konum virð- ist vera í algjörum minnihluta meðal efnis í samvinnublöðum í íleslum löndum heims. Þar var síðan gerð ýtarleg bókun þar sem samvinnublaðamenn eru hvattir til að gefa konum og málefnum þeirra aukinn gaum í blöðum sínum, og einnig eru konur hvattar til þess að láta meira að sér kveða í samvinnublöðum. Þá var einn- ig samþykkt að efna til árlegra verðlauna fyrir grein í samvinnublaði sem þykir setja frant nýjar og athyglisverðar hugmyndir um það hvernig samvinnuskipulagið geti i einhverjum atriðum stuðlað að betra mannlífijafnt fyrir konur sem karla. Fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga í kvennanefndinni er sem kunnugt er frú Sigríður Thorlacius. í tilefni af afmælis- árinu 1982 mun kvennanefndin halda fund hér á landi dagana 5. og 6. júlí á næstaári. • Tækniaðstoð ICA Annað af tveimur sérmálum fundarins var umræða um þá tækniaðstoð sem ICA beitir sér fyrir eða veitir sjálft í þró- unarlöndunum. Um þetta mál urðu verulegar umræður, og var áberandi þar að menn frá einstökum þróunar- löndum ræddu beinlínis um tiltekin og afmörkuð verkefni sem ICA er að vinna að í heimalöndum þeirra. Aberandi var í þeirri umræðu hvað þessir menn töldu almennt að þörfin fyrir þetta starf væri mikil, og kom það glögglega fram í máli samvinnumanna frá þróunarlöndum í hinum ýmsu hlutum heims, hvað þeir töldu mikilvægt að áfram yrði unnið af auknum krafti að þessum verkefnum. Þar er fyrst og fremst um að ræða þau viðfangsefni sem unnið er að frá svæða- skrifstofum ICA og^lúta bæði að hvers konar fræðslu- og útgáfustarfi, og einn- ig beinlínis að leiðbeiningarstarfi við hina fjöldamörgu þætti í uppbyggingu samvinnufélaga í þessum löndum. Það kom berlega fram í umræðunni að þar litu menn á samvinnufélögin sem bestu lausnina til að hjálpa fólki til að læra að standa sjálft á eigin fótum og byggja upp lífsafkomu sína með því að fá að- sloð lil að geta hjálpað sér sjálft. Einnig var lögð áhersla á það að sam- vinnumenn þyrftu hvarvetna í heimin- um að leggja alla áherslu á það að auka fæðuframleiðsluna, og skipuleggja síðan sölu matvælanna með samvinnusam- tökum. Almennt var áberandi hvað menn virtust vera þakklátir fyrir starf- semi svæðaskrifstofanna sem ICA rekur, og fram komu hugmyndir um að stofna þyrfti fjórðu skrifstofuna í Suður-Ame- ríku. Var. Buenos Aires í Argentínu nefnd sem hugsanlegur staður fyrir hana. • Samvinnufélög árið 2000 Hitt sérmál fundarins var efnið „sam- vinnufélög árið 2000” sem hér var rætt í framhaldi af utnræðu um það á þingi ICA í Moskvu á síðasta ári. Eins og mörgum mun kunnugt var á þinginu i Moskvu lögð fram rækileg skýrsla um þetta efni eftir Kanadamanninn dr. Al- exander F. Laidlaw. Það konr fram i umræðum á fundinum að þessi skýrsla dr. Laidlaws, sem lést seint á s.l. ári, hef- ur fengið fádæmagóðar móttökur og virðist vera í þann veginn að vetða eitt af grundvallarritum samvinnuhreyftng- arinnar í dag. Hefur hún enda verið þýdd á fjöldamörg tungumál nú þegar og virðist niikið lesin. • Næstu fundir Akveðið var að halda næsta fund nriðs- tjórnarinnar í Róm í október á næsta ári. Arið 1983 kemur miðstjórnin saman í Prag, og vorið 1984 mun hún halda fund í Noregi. Haustið 1984 verður svo 28. þing ICA haldið í Hanrborg. . 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.