Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 18
Hvernig íslenskt sjónvarp varð til Hugmyndin um íslenskt sjónvarp mætti í fyrstu áhugaleysi, en síðan beinni andstöðu og varð úr málinu næsta merkileg saga. Tage Ammendrup hefur verið dagskrár- gerðarmaður sjónvarpsins frá upphafi og þeir skipta hundruðum þættirnir sem hann hefur framlcitt. Prír fyrstu sjónvarpsþulirnir: Ása Finns- dóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir og Kristín H. Pétursdóttir (sem síðan hefur verið lögð niður) til að greiða byggingaskuldir Þjóðleikliússins. Tekjustofn hafði verið tekinn af Út- varpintt lil að byggja Ieikhús, en sjálft er Útvarpið enn í mesta húsnæðishraki og gengttr seittt að byggja yflr sig. Þegar frumvarpið kom fyrir Neðri deild, flutti ég tillögu um að bæta við þessu ákvæði: ..Hefjist innflutningur sjónvarpstækja á þessu tímabili (þ.e. næstu fjórum árum) skal allur ágóði af sölu þeirra renna til undirbúnings og reksturs sjónvarps á Islandi. Þessi fyrsta tillaga á Alþingi tim beina fjárveitingu til íslensks sjónvarps var felld með 16 at- kvæðum gegn 5, og sýnir það vel sinnu- leysi manna um málið á þessu sligi. Inn- flutningur lækja hófst innan skamrns vegna Keflavíkursjónvarpsins, og deilurnar um þaðhófust á Alþingi 1959. • Olafur Thors andvígur Næsta skref í málinu var að útvarps- stjóri fékk yfirverkfræðing Eurovision, Belgíumanninn Georg Hansen, til að koma til Islands og líta á aðstæður til sjón- varps. Hann gaf skýrslu og gerði tillögu um sendistöð í Reykjavík, sem mundi ná til 1 ()().()()() manns. Taldi hann 20 manna starfslið geta skilað 2-3 klukkustunda dag- skrá á dag, ef notað væri allmikið erlent efni. Á grundvelli þessararskýrslu, sem hinn belgíski sérfræðingur lagði fram, gerðu Vilhjálmur og ég áætlun svipaðs efttis, bættum við fjárhagsgrundvelli og gerðum nokkrar breytingar, og sendum ntennta- málaráðherra sumarið 1961. Þar kom fytst fram tillaga um að sjónvarpið fengi að- flutningsgjöld af innfluttum sjónvarps- tækjum, sem síðar varð veigamikið atriði. Keflavíkursjónvarpið var aukið úr 50 völtum í 250 þetta ár. en ekkert var gert með tillögur okkar Vilhjálms um íslenskt sjónvarp. Kom nú til skjalanna byggða- pólitíkin — menn vildu ekki fallast á að b\ t ja sjónvarp fyrir Reykjavík eina. Snemma á árinu 1962 þurfti enn að endurnýja heimildina til að nota fé Við- tækjaverslunarinnar fyrir Þjóðleikhúsið, og flutti ég á ný sömu viðaukatillögu: ..Hagnaður Viðtækjaverslunar ríkisins af innflutningi sjónvarpstækja skal renna til Ríkisútvarpsins til undirbúnings og rekstrar sjónvarps". Sjónvarpstæki streymdu inn í landið um þessar mundir. Nú voru viðbrögð þingmanna nokkuð önnur en fjórum árunt fyrr. Tillaga mín var samþykkt með 18 atkvæðum gegn 12. Varð nokkur úlfaþytur að leikslokttm, enda ríkisstjórnin sjálf þríklofm í mál- inu. Olafur Thors forsætisráðherra var andvígur, en það er mála sannast, að hann var algjörlega neikvæður gagnvart sjón- varpsáformum og var það orsök þess, að málið komst ekki áfram innan ríkisstjórn- ar, meðan hann sat þar í forsæti. Hann átti þetta viðhorf sameiginlegt með öðrum hát prúðum forsætisráðherra og vini sín- um, Davíð Ben Gurion í Israel. Lönd þeirra urðu bæði meðal hinna síðustu lil að taka upp eigið sjónvarp. Vegna samþykktar þessarar tillögu safnaðist nokkuð fé á næstu árum, en meginþýðing hennar var að sýna breytt viðhorf alþingismanna og greiddi það mest fyrir málinu. Árið 1963 hélt Gylfi Þ. Gíslason fjölda funda með ráðamönnum Útvarpsins um sjónvarpsmál, og var þar reynt að ftnna flöt á málinu, svo að fram- 1«

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.