Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 21
Mitt nafn á hafsins hvíta sand þti hafðir eittsinn skráð, en bylgju falskabar á land, og burt það strax var máð. Steingrímur Thorsteinsson hvarf frá lðgfræðinámi og sneri sér að latínu, sögu og grísku. Lauk hann kandídatsprófi í þeim greinum 1863. Snemma á námsár- unum hafði hann gengið í þá sveit sem skipaðist um Jón Sigurðsson, og í Xýjum félagsritum birti hann fyrstu kvæði sín undir nafni árið 1854. í hópi íslendinga í Höfn voru ýmsir frömuðir sem Steingrímur hatt vináttu við: Gísli Brynj- úlfsson — upp úr því slitnaði raunar eflir að Gísli snerist gegn Jóni forseta —, Sig- urður Guðmundsson málari og Matthías Jocliumsson sem kom til Hafnar tvítugur búðarsveinn að sjá heiminn í fyrsta sinn. Þá tókst vinátta með þeim Steingrími sem stóð lengi þótt sundur drægi síðar, eins og Matthías hefur lýst í Söguköflum sínum. Einn var sá maður í hópi Islendinga í I löfn sem Steingrímur kynntist, en síðar hefur þokað ómaklega í skugga. Það var Páll Sveinsson bókbindari og bókaútgef- andi. Samstarf þeirra Steingríms varð heilladrjúgt því að Páll gaf út fyrstu bækur frá hendi skáldsins, raunar hvorttveggja þýðingar, auk þess sem Steingrímur orti i tímarit Páls, Nýja sumargjöf. Arið 1857 gaf Páll út þýðingu Steingríms á söguljóð- inu Axel eftir Tegner — og fyrsla bindi hins mikla safn arabískra sagna, Þúsund og ein nótt.Kom meginhluti safnsins úl á árunum 1857-64. Þýðing Steingríms á þessu riti mun jafnan talin meðal önd- vegisverka íslenskra lausamáls- bókmennta. Steingrímur dvaldist áfram í Kaupmannahöfn að prófi loknu, fékkst við ritstörf og útgáfur, meðal annars á vegum Árnanefndar. Á þessum árum birti hann og margt kvæða og þýddi laust mál og bundið. Var hann orðinn kunnur og dáður sem skáld þegar hann sneri heim til íslands árið 1872, eftir liðlega tuttugu ára útivist. Hafði þá ráðist svo að hann gerðist tungumálakennari við Lærða skólann í Reykjavík. Þeirri stofnun þjónaði hann svo til dauðadags að kalla, varð yfirkennari 1895 og rektor 1904, jrá kominn yfir sjötugt. Hann hafði kvænst í Kaupmannahöfn danskri konu, Lydiu að nafni. Eignuðust þau einn son, en I.ydia andaðist í Reykjavík 1882. Steingrímur kvæmist öðru sinni, Guðríði Eiríksdóttur. Áttu þau saman sex börn og eru tvö þeirra enn á lífi, Þórunn og Axel. 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.