Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 32
Grein um útgáfustarfsemi Landverndar eftir Valgeir Sigurðsson Það þýðir ekkert að bera á borð þá kenningu, að grenjavinnsla og önnur eyðing refa sé ekki „raunhæf’.............. Villt spendýr á íslandi Sú var tíðin, að bókiðja íslendinga beindist nær eingöngu að skáldskap. Það er því engin furða, þótt enn detti niörgum Islendingi fyrst og fremst í hug ljóð, saga og ævintýri, þegar þeir lieyra minnzt á bókmenntir. Þó vita auðvitað allir, þegar þeir hugsa sig um, að nú á dögum fer því víðsfjarri, að bókiðja okkar sé bundin skáld- skapnum einum, — sem betur fer. Langt er nú síðan Islend- ingar fóru að gefa út margvís- leg fræðirit, og sú iðja hefur farið vaxandi jafnt og þétt, að ekki sé minnzt á öll héraða- og sérritin, sem hafa mjög rutt sér til rúms á síðustu árum og át a- tugum, og mega heita að vera jöfnum höndum til skemmt- unarog fróðleiks. Einn þátturinn í þessari ntenningarlegu bókiðju er út- gáfa Landverndar, sem hefur nú staðið í liart nær áratug. Fyrsta rit Landverndar, Mengun, kom út árið 1972, Gróðurvernd kom 1972, Landnýting 1973, Votlendi 1975, Fæðubúskapur 1977, Útilíf 1979 og loks Villt spen- dýr 1980. Lesarkir Landverndar eru: Lífríki fjörunnar 1976, Þættir úr vistfræði hafsins 1977, Gróðuroíí landnýting 1978. Skyggnur Landverndar eru: I.andeyðing og land- græðsla 1975, og Myndun og mótun landsins 1977. Auk alls þessa hafa kornið frá Landvernd: Veggspjald Landverndar, sem komið hef- ur árlega síðan árið 1970 og Bílmerki Landverndar, þar sem m.a. er skorað á ökumenn að aka ekki utan vegar, verja gróður, vernda land o.s.frv. Ritið, sem ætlunin er að segja fáein orð um hér, er Villt spendýv, og er hið sjöunda í röðinni af tölusettum ritum Landverndar. Það skiptist, eins og vænta má, í marga kafla. Arni Reynisson skrifar um sambúð manna og villtra dýra, Arni Einarsson skrifar um hvali, Erlingur Hauksson um seli, Páll Hersteinsson um refi, Karl Skírnisson og Ævar Petersen um mink, Skarphéð- inn Þórisson um hreindýr, og loks skrifar Arni Einarsson um mýs og rottur. Einnig er for- máli að ritinu, merktur upp- hafsstöfum Árna Einarssonar, og er vafalítið skrifaður af honum. Bezt er að segja það strax, áður en lengra er haldið, að þetta rit erallt hið menningar- legasta, bæði að efni og búningi, og hollur lestur hverjum manni, sem hefur áhuga á dýralífi á íslandi og í sjónum umhverfts landið. Aftur á móti er ekki víst að allir lesendur ritsins verði sammála öllu sem þar stendur skrifað, — en við slíku er raunar sjald- nast hægt að búast. • Sambúð manna og villtra dýra Grein Árna Reynissonar um sambúð manna og villtra dýra er fróðleg og glögg, eins og vænta mátti. Hann gerir grein fyrir afstöðu mannsins til villtra dýra og segir hana sveiflast öfganna á milli: „Sum dýr njóta ástar og aðdáunar, önnur óttast menn, hata eða fyrirlíta,” segir Árni. Þetta vissum við fyrir, og þykir meira að segja öngvum mikið. Maðurinn er nú einu sinni eitt af spendýrum jarðarinnar, og liann hefur frá öndverðu orð- ið að læra að bjarga sér í sambýli, — og oft í samkeppni — við aðrar dýrategundir. Það er því sízt að undra, þótt hann hafi í aldanna og árþúsúrid- anna rás lært að óttast og/eða hata þau dýr, sem kepptu við hann um fæðu, eða vorujafn- vel reiðubúin að rífa hann á hol. — Hitt er svo aftur annað mál, að manninum verður að vera ljós ábyrgð sín, eftir að tækni hans hefur gert honum kleift að bera ægishjálm yfir önnur dýr jarðarinnar. Sú ábyrgð verður seint um of brýnd fyrir ntönnum. Sumt í grein Árna Reynis- sonar kemur lesandanum á óvart. Þannig vissi undirritað- ur t.d. ekki fyrr, að spóinn væri kjötæla, en Árni segir að hann éti ,,unga skógarþrastar- ins með góðri lyst.” Gaman er að því, sem höf. segir um ólík- an smekk og ólíkar matarvenj- ur þjóða, og hvernig þetta hef- Tófan er ekki affeins greind, hún er líka frek og ágeng skepna. (Ljósm. Páll Hersteinsson) 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.