Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 36
Svavar Johannsson Á svæðisfundinum á Patreksfirði skrifar uin flutti Svavar Jóhannsson, sem tekið hefur þátt í samvinnustarfinu á sunnanverðum Vestfjörðum í um fjörutíu ár, mjög ítarlegt og fróðlegt erindi um kaupfélögin á þessu svæði. Þetta ágæta erindi Svavars er kaíli úr samvinnusögunni — og á sannarlega skilið að varðveitast á prenti. Samvinnustarf á sunnanverðum Vestfjörðum Patreksfjörður eða Eyrar, eins og kauptúnið var lengi kallað, er mjög gamall verzl- unarstaður. Þar er kaup- ntanna snemma getið. Þegar bændur fóru í kaupslað til þess að verzla, var gjarnan sagt ,,ég er aðfaraáEyrar”. Fram til 1907 var núverandi Patrekshreppur, sent tak- markast af kauptúninu eintt saman, þ.e. Vatneyri og Geirseyri og núverandi Rauðasandshreppur, eitt sveitarfélag. • Fyrstu kaupfélögin Fyrsta samvinnufélag byggðanna við Patreksfjörð var stofnuað af íbúum hins nýja Rauðsandshrepps: fyrst sem pöntunarfélag, en síðar kaupfélag með aðsetri á Pat- reksfirði. Þetta félag starfaði fram á árið 1924, en varð þá undir í samkeppni við gróna Fyrsta verslunarhús kaupfélags- ins á Patreksfirði. Myndin er tek- in 1957, þegar Erlendur Einars- son heimsótti Vestfirðinga. Með honum er þáverandi kaupfélags- stjóri á staðnum, Bogi Þórðarson. 36

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.