Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.10.1981, Blaðsíða 31
loslinn í kringum sig í þessari fínu búð. Þá fyrst virtist hánn veita viðskiptavinunum atliygli. En hann heyrði ekki lil þeirra og tók' ekki eftir því að sumir flissuðu og aðrir hnussuðu fyrirlitlega. Það fór þó aldrei svo að hann nyti þess ekki einu sinni á ævinni að hann heyrði illa. Honuin lá einungis á að komast á brotl. Við tíndum saman dótið okkar í flýti. Hann hefur líklega verið að villasl þessi? heyrði ég einn viðskiplavininn segja, þegar við stóðum í dyrunum og vor- um komnir meðannan fótinn útágötuna. Eg heyrði rödd afgreiðslustúlkunnar. — Viðerumeins viðalla. — Já. En ætti nú ekki fólk að átta sig á þvísjálft? — Það er ekki um annað að ræða. Við reynum að sýna öllum kurteisi. Við pabbi lötruðum skömmustulegir burt með allt okkar hafurtask upp í Barn- hússgötu að einni litlu búðinni, sem pabba fannst líta út fyrir að vera við okkar hæfi. Gyðingurinn í hálfrokkinni holunni var \ iðmótsþýður. Hann clró fram handa pabba grjótharða og hnútótta svarta skó með viðfestum verðmiða, þar sem stóð skýrum stöfum Kálf sskinn 8.50. Við vorum að verða of seinir til þess að ná réttu lestinni. Það varð að láta slag standa með að prófa skóna. Það átti að heita svo að hann smokraði sér í annan þeirra til málamynda. Það varekki stung- ið upp á neinni skemmtigöngu til þess að prófa skóna. — Hann kreppir að tánum svo að ég ftnn til, sagði faðir minn og var að reyna að koma með mótbárur. En gyðingurinn góði vissi allt bæði um líf og skó. — Allir skór eru þröngir á meðan þeir eru nýir. Það líður fljótt hjá. Erá þessum kaupum var gengið í flýli. Með þ\ í að prútta tókst föður mínum að spara fimmtíu aurana. \'ið tókum við nýju skónum vöfðum innan í dagblað. Hvor- ttgur okkar hirti einu sinni um að \ekja máls á því að á miðanum hefði greinilega staðið, að þeir væru úr kálfskinni. Eg hafði ekki getað séð að faðir minn færi á nokkurn hátt klaufalega að \ ið skó- kaupin. En eitthvað innan í mérhafðisagt mér, að ég hefði átt að hata fínu viðskipta- vinina í fyrri búðinni, sem við komum inn í. Þessi kennd var orðin að hörðum kekki. Eg minntist þessa at\ iks seinna og það var sem kökkur í brjóstinu, byrjandi stétta- haturv ^ Erlendur Einarsson afhendir Formanni HSI, Júlíusi Hafstein, tifkynningu um styrkveitinguna. HSÍ hlaut íþróttastyrk Sambandsins Handknattleikssamband Is- lands hlýlur íþróttastyrk Sambandsins að upphæð 150.000 kr fyrir næsta ár. Var þetta lil- kynnt á blaðamannafundi, sem Sam- bandið hélt að Hólel Sögtt 7. okt., en þar afhenti Erlendur Einarsson fór- stjóri formanni HKI, Júlíusi Hafstein, formlega tilkynningu um styrkveiting- u na. Eins og kunnugt er var það ákveðið á s.l. ári að laka upp árlega veitingu á íþróttastyrknum og seltai uin hann sérstakar reglur. Er Jttir lekið Iram að tilgangur með veitingu styrksins sé að ella íþróttastarl í landinu sem einn ;il menningarþáuum þjóðarinnar og auka þekkingu íslensks íþróttafólks á samvinnumálum og samvinnustarfi. Var fyrsti handhafi styrksins Körfu - knattleikssamband jslands.Slyrkurinn var auglýstur í júlí s.l. og bárust um- sóknir I rá ellefu íþróttasamböndum. Frá blaðamannafundi með forstjóra Sambandsins á Ilótel Sögu 7. októbcr sk, þar sem skýrt var frá styrkveitingunni. (Myndir: Kristján Pétur Guðnason) 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.