Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 9
Samvinnuskipulagið
fellur lang best að
lýðræðishugmyndum
íslendinga af þeim
rekstrarformum sem
við lýði eru í landinu.
Stjórn KEA ásanit kaupfélagsstjóra á
aðalfundinum 1984. Talið frá vinstri:
Jóhann Sigvaldason, Sigurður Jósefs-
son, Þorsteinn Jónatansson, Valgerður
Sverrisdóttir, Arnsteinn Stefánsson,
Gísli Konráðsson, varaformaður, Val-
ur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri og
Hjörtur E. Þórarinsson, stjórnarfor-
maður. (Ljósm. H.S.).
öllum opin og þar hefur hver einstakl-
ingur eitt atkvæði burtséð frá efnahag
sínum.
Samvinnufélögin falla því beint að
lýðræðishugmyndum íslendinga og
ý>ga fullan rétt á sér í frjálsu samfélagi
a hverjum tíma sem valkostur og sam-
keppnisaðili milli ríkisreksturs annars
vegar og einkareksturs hins vegar.
•Hagfellt rekstrarár
Nú er aðalfundi KEA, stœrsta kaupfé-
aSs landsins, nýlokið. Hvernig var
afkoma félagsins og hvað einkenndi
helst starfsemi þess?
Árið 1983 var Kaupfélagi Eyfirðinga
' lplulega hagfellt rekstursár, þrátt
margs konar erfiðleika sem að
steðjuðu. Velta og viðskipti þróuðust
með eðlilegum hætti, afkoman var
með besta móti, og efnahagur félags-
lns stendur traustum fótum.
Heildarvelta félagsins að samstarfs-
iQootæ^unum meðtöldum var á árinu
'663-9 millj. kr. Beinar launa-
greiðslur voru 291 millj. kr. og fjöldi
arsstarfa 1249. KEA er langstærsti
^aunagreiðandi á Eyjafjarðarsvæðinu
la^id e*nn stærst' launagreiðandi
fi - if ^stursreikningur sýnir hagnað að
tj|}r ær) 8.1 millj. kr., og samþykkt var
aga stjórnar um ráðstöfun hans,
enn fClUr m'a' * sér að 5 millJ- kr-
urgreiðast í stofnsjóð og reikninga
etagsmanna.
unfeSSar örtnu tölur °g staðreyndir
I Umtangsmikinn rekstur Kaupfé-
gs Eyfírðinga og samstarfsfyrirtækja
ss sýna, að félagið hefur sem fyrr
s gnt afar þýðingarmiklu hlutverki í
sæ Og verði ytri aðstæður
milega hagstæðar á rekstursárangur
síðasta árs að geta rennt stoðum undir
áframhaldandi sókn til hagsbóta fyrir
eyfirskar byggðir og íslenskt sam-
vinnustarf.
•Úttekt á gildi landbúnaðar
Erfiðleikar bœnda eru miklir um
þessar mundir og landbúnðarmál því
mjög til umrœðu í þjóðfélaginu. Pau
voru helsta viðfangsefni aðalfundar
KEA og eru jafnframt til umfjöllunar
á aðalfundi Sambandsins. Hvað viltu
segja um hina erfiðu stöðu landbúnað-
arins?
íslenskur landbúnaður stendur um
þessar mundir á tímamótum, og það
skiptir samvinnuhreyfinguna afskap-
lega miklu máli, hvernig tekst að leysa
erfiða stöðu hans. Rætur íslenskrar
samvinnuhreyfingar standa í sveitum
landsins, og bændur hafa löngum verið
einn sterkasti bakhjarl hennar.
Eað hefur ekki farið framhjá
neinum á hinum mörgu fundum sam-
vinnumanna á þessu vori, að fólk úti á
landsbyggðinni hefur þungar áhyggjur
af hinum geigvænlega vanda landbún-
aðarins. Menn spyrja til dæmis, hvað
verði um þá bæi á landinu, sem að
miklu eða jafnvel langmestu leyti
byggja afkomu sína á þjónustu við
nærliggjandi sveitir. Hvað verður um
Sauðáricrók, hvað verður um Egils-
staði og hvað verður um Borgarnes,
svo að fáein dæmi séu nefnd, ef grund-
vellinum verður kippt undan landbún-
aðinum og íslenskir bændur upp til
hópa „skornir niður“, eins og það er
svo smekklega orðað í fjölmiðlum.
í lok mjög ítarlegrar umræðu um
landbúnaðarmálin á nýliðnum aðal-
fundi KEA var samþykkt ályktun, þar
sem er að finna margar veigamiklar