Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 16
Höggmyndin ,,Heybandið“ eftir Ásmund Sveinsson afhjúpuð í Borgarnesi 26. apríl sl. í tilefni af 80 ára afmæli Kaupfélags Borgfirðinga. bestu ásigkomulagi; það er meira að segja stórt gat á gólfi í einu herberg- inu, og Geirlaug getur ekki stillt sig um að hafa orð á því. „Hér er gat á gólfinu,“ segir hún. „O, það er nú hægt að stíga yfir það,“ svarar Davíð á Arnbjargarlæk þá - og kímir. Starfsfólk kaupfélagsins er ekki margt, þegar Þórður tekur við því: tveir menn á skrifstofu, fáeinir búðar- menn, einn í pakkhúsi - og tveir í kol- unum. Sala á kolum er einn af mörgum þáttum í starfsemi Kaupfélags Borg- firðinga, sem nú heyrir fortíðinni til. Skip kom frá Englandi á hverju vori með ársforða af kolum, sem látin voru í stóran byng við verslunarhúsið og tveir menn höfðu þann starfa að moka kolunum í poka og selja þau viðskipta- mönnum. En hvernig skyldi reksturinn hafa gengið hjá hinum unga kaupfélags- stjóra? 16 „Það voru afar erfiðir tímar, þegar ég tók við kaupfélaginu,“ segir Þórður. „Kreppan var í algleymingi og mikið verðfall á afurðum bænda nýaf- staðið. Ef ég man rétt fengu bændur ekki nema 8 eða 9 krónur fyrir dilkinn haustið 1932. Og mjólkurframleiðslan var enn lítil, svo að það var þröngt í búi, bæði hjá kaupfélaginu og félags- mönnum þess. Ofan á þetta bættist svo mæðiveikin. En afurðir bænda hækkuðu þó brátt í verði aftur og um leið jókst verslunin. Þegar ég hugsa til þessara fyrstu ára minna hjá Kaupfélagi Borgfirðinga fyrir meira en hálfri öld, þá er mér efst í huga, hve vel tókst að ná tökum á rekstri kaupfélagsins á þessum miskunnarlausu kreppuárum - og leggja grundvöll, sem unnt var að byggja á í framtíðinni, þegar úr rættist og aftur komu uppgangstímar. Til þess þurfti staðfestu og sam- stöðu, sem var styrkur Kaupfélags Borgfirðinga æ síðan.“ • Tankvæðingin markaði tímamót. „Þegar ég var unglingur, kom e8 gjarnan í Borgarnes á haustin. Þá var féð rekið þangað til slátrunar, en ekki flutt í bílum eins og nú. Oftast var rok og rigning þessa haustdaga. Af þv! dró ég þá ályktun, að Borgarnes hly11 að vera illviðrabæli. En því fer víðs fjarri. Hér er yfirleitt góð veðrátta." „Og umhverfið er fallegt.“ „Já, Borgarnes er lítill en snotut bær. Umgengni íbúanna er til fynf' myndar og lóðir yfirleitt vel hirtar- Skallagrímsgarðurinn er veruleg3 fallegur að sumarlagi. Framtak og smekkvísi þeirra sem reistu hann hefur ábyggilega örfað fólk til að hafa snyrtilegt í kringum sig. Það skiptlf máli fyrir mannlífið engu síður etl margt annað.“ „Stundum er sagt um Borgnesinga> að þeir lifi hver á öðrum.“ „Jú, það má til sanns vegar færa. E11 þó lifa þeir í enn ríkara mæli á hérac' inu. Borgarnes er nauðsynleg þj°n'

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.