Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 32
Sigríður Haraldsdóttir skrifar um NEYTENDAMÁL Það er almenn skoðun, að við Islendingar þurfum að minnka neyslu fitu og sykurs. Þess vegna er tilvalið að borða brauð í staðinn fyrir kökur og sælgæti. Heimabakað brauð Kanntu brauð að baka? Já, það kann ég Ertu alveg viss um? Já, það er ég. Það getur verið gaman að baka brauð heima, þegar baksturinn heppnast, en árangurinn verður yfirleitt góður, ef kunnað er vel til verka. • Brauð eru holl fæða. Brauð eru með mikilvægustu matvæl- unum, sem við leggjum okkur til munns. Flestir neyta brauðs daglega og er talið að 200 g af því sé hæfilegur skammtur á dag, en það eru u.þ.b. 5 brauðsneiðar. Það er almenn skoðun að við íslend- ingar þurfum að minnka neyslu fitu og sykurs. Er því tilvalið að borða brauð í staðinn fyrir kökur og sælgæti, auk þess sem brauð er ódýr matur. Þegar við bökum brauðin heima getum við ráðið bragði þess. Ef bragðið er gott er auðveldara að fá heimilisfólkið til að borða meira af því. Brauð er næringarríkt. Hér verður greint frá helstu næringarefnunum, sem það hefur að geyma. Aðal næringarefnið í brauði er kol- vetni, sem er eitt af orkuefnum fæð- unnar. Kolvetni í brauði er einkum sterkja. í grófu brauði er einnig nokk- urt magn af tréni (cellulose). Það gefur enga orku, þar sem tréni klofnar ekki í mannslíkamanum. Tréni hefur hins vegar seðjandi áhrif og eykur melting- arstarfsemina. í brauði er prótein (hvíta, eggja- hvíta), sem byggt er upp af aminósýr- um. Próteinið í brauðkorni hefur að geyma allar þær aminósýrur, sem mannslíkaminn þarfnast. Að vísu er lítið af einni aminósýru, en þar sem mikið af henni er í mjólk, osti, eggjum, fiski og kjöti, er auðvelt að bæta sér það upp með því að nota mjólk í brauðbaksturinn, drekka mjólk með brauðinu og nota kjöt, fisk eða ost sem álegg. Flest öll B-vítamínin eru í brauði, sérstaklega grófu brauði, en B-víta- mínin eru aðallega í ytri lögum í fræjum korntegunda, næst hýðinu. Einnig eru steinefni í brauði. Það mikilvægasta er járn, en það er hluti af litarefni rauðu blóðkornanna. Járn- skortur er algengur hér á landi, sér- staklega hjá konum, en úr þeim korn- mat sem við leggjum okkur til munns fáurn við um það bil helming þess járns, sem við þurfum á að halda. Hins vegar er lítið af fitu í brauði. Það þykir flestum kostur. Ef áhugi er fyrir því að minnka fituneysluna er best að smyrja brauðið með þunnu lagi af smjöri og nota magurt álegg. 32

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.