Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 37
Bernskuminning eftir Hrafn Harðarson Við gengum eftir mjórri malar- riminni meðfram malbikuðum Hafnarfjarðarveginum, Júlli °g ég. Ofan af Hálsi og niður eftir Hafnarfjarðarveginum í áttina að Kópavogsbrú. Það brakaði í mölinni undir gúmmískónum okkar, nýju gúmmí- skónum með hvítu sólunum. Sólin skein í heiði stuttu vestan við hádegis- stað. Ekki ský á himni. Ekki einu sinni táika við sjóndeildarhringinn. Svalur andvari á norðvestan, eins og á öllum góðviðrisdögum í Kópavogi æsku atinnar. Við gengum hvorki hægt né hratt, hyorki ákveðið né hikandi. Fremur ®ins og við værum dregnir áfram af nvatvísi bernskunnar. Af ævintýraþrá örengja. Svona tíu ára drengja eins og °kkar. Við vorum tíu ára pattar. Eða P°ttormar á ellefta ári. Það glamraði í mölinni og rykið, grátt og kæfandi, þyrlaðist upp við nvert fótmál. Við drógum fæturna nteð jörðinni til þess að þyrla upp sem jtiestu ryki. Okkur þótti gaman að Pyrla upp ryki. Við töluðum um margt. Stríðið til d$mis. Hvað Ameríkanarnir voru kaldir í stríði og góðir drengir. Það nófðum við séð í svo mörgum stríðs- tttyndum í bíó, síðast á sunnudaginn nteð honum Audy Murphy. Við tjeyndum að vera eins og Audy Murphy. Bæði í svefni og vöku. Þeir v°ru klárir kanarnir og redduðu tttörgum frá óvinunum. Eins og t. d. Japönum, þeim grimmu hundum, sem Vluðu ekki fyrir sér að fljúga vélum s’num beint á herskip bandamanna og sPrengja þau í loft upp. Allt fyrir °öurlandið og keisarann. Flugvélar Peirra voru bókstaflega lifandi sPrengjur, þeir kunnu sko ekki að ^ræðast. Hertang Stóri bróðir Júlla átti handsprengju og hermannabyssu og alvöru byssu- sting. Hann hafði verið í siglingum og kynnst sínu af hverju. Júlli hafði sagt mér margar svaðilfarasögur af stóra bróður og ég þreyttist aldrei á að hlusta, og stundum fann ég mig til- neyddan að spinna sögur um stóra bróður minn, þó ekki væri til annars en að reyna að hafa jafnræði með okkur Júlla. Ég trúði öllum sögunum hans Júlla eins og nýju neti, en ekki veit ég hvort hann trúði mínum. Við vorum komnir á móts við Hlíðarveginn. Hinumegin Hafnarfjarðarvegarins sáum við útundan okkur manninn ur Hvömmunum, sem átti stóra Lassý- hundinn. Hann gekk upp eftir Hafn- arfjarðarveginum með svarta hundinn sinn, sem betur fór hinumegin og í gagnstæða átt. Við reyndum að láta eins og ekkert væri, héldum áfram göngu okkar og Júlli reyndi að missa ekki þráðinn í sögunni. Hundurinn var með hvítan kraga. Hann togaði fast í ólina og hálfdró manninn á eftir sér. Maðurinn skeytti ekki um okkur og drattaðist ólundarlega á eftir hund- inum sínum. Okkur fannst satt að segja nokkuð öryggi í malbikinu, sem lá sólbakað á milli okkar og það var ekki laust við að við fyndum til nokk- urs léttis þegar þeir voru farnir. Við vorum nú komnir að Fífuhvammsveginum. Þar var ræsi undir Hafnarfjarðarveg- inn, stórt rör, sem við gátum skriðið í gegnum undir veginn. Þetta ræsi var að öllu jöfnu þurrt. Aðeins í vor- leysingum og stórrigningum fylltist það af vatni. Þetta var einn af mörgum leynistöðum okkar, eitt af undrum veraldar í okkar augum. Það var okkur sem heilög skylda að votta þessu röri virðingu í hvert sinn sem við komum nærri því með að skríða að minnsta kosti einu sinni í gegn um það. Júlli fór auðvitað á undan, hann var hugaðri en ég. Ég fór strax á hæla honum, eða réttar sagt á iljar honum. Rörið var úr steinsteypu, samsett, og í múffunum lá vatn og urðum við að gæta okkar að blotna ekki. Á botn- inum var leðja, sem leysingarvatn og regn hafði borið með sér. Við reyndum að skríða gleiðir til þess að atast ekki aur. Á vegi okkar urðu steinar og spýtur. Undir miðjum veginum héldum við kyrru fyrir um stund og héldum niðri í okkur andanum til að heyra fjarlægan dyninn í bílum, sem óku yfir veginn. Jörðin titraði og hjartað sló örar af æs- ingi. Þegar við töluðum saman var lík- ast því sem jörðin gleypti orðin af vörum okkar og þau bergmáluðu óhugnanlega í myrkrinu. Framundan sá ég ekkert annað en skuggamynd af útlínum Júlla, en þegar ég beygði höfuðuð milli hand- leggjanna og undir mig, grillti í kringl- ótt dagsljósið við ræsisopið eins og tungl í fyllingu. „Skyndilega heyrðúst miklir skruðningar og ég heyrði Júlla gefafrá sér skerandi angistaróp. Er ég leit upp sá ég að rörið hafði fallið saman fyrir framan mig og grafið Júlla. Hann vœri áreiðanlega dauðans matur, að minnsta kosti mikið slasaður. Ég yrði að reyna að skríða aftur á bak til þess að kalla á hjálp. Ég sáfyrir mér sjúkra- bíla, loftpressur og fjölda fólks. Og blaðamenn myndu spyrja mig hvernig þetta hefði viljað til. Og það kœmi mynd af okkur Júlla í blöðunum“. Þannig lék ímyndunaraflið lausum hala. Hver sekúnda var þrungin spennu og eftirvæntingu. Ég átti von á 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.