Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 20
Samvinnumenn verðií fararbroddi á sviði nýrra atvinnugreina um nokkurt skeið verið framleiddir fiskborgarar fyrir Bandaríkjamarkað, sem hafa gefið góða raun. • Loðdýrarækt Nú eru ýmsar blikur á lofti, og það kreppir að í atvinnumálum þjóðarinn- ar. Þetta svæði hefur því miður orðið hvað mest að þola atvinnuleysi á undan- förnum mánuðum og því er það hollt að líta til fleiri átta en gert hefur verið, og gildir það fyrir stjórn- endur kaupfélaga sem aðra. Að undanförnu hefur öll umræða manna beinst mjög að sem bestri nýt- ingu þess hráefnis sem við höfum og er það vel. Mig langar að minnast á þrjár atvinnugreinar í því sam- bandi, sem allar byggja afkomu sína að meira eða minna leyti á úrgangsefn- um. Er þar fyrst að nefna loðdýraræktina, sem þegar hefur skipað sér ákveðinn sess í atvinnulífi þjóðarinnar og hlýtur að eiga mikla framtíð fyrir sér hér á landi. Framleiðslu- verðmæti til útflutnings voru um 50 millj. króna s.l. ár, og er það að veru- legu leyti hreinar gjaldeyr- istekjur þar sem hráefni til fóðurs er að 3/4 hlutum innlent, hvað verðmæti snertir, þ. e. úrgangsefni frá landbúnaði og sjávar- útvegi. Það hefur verið álit manna að þessi atvinnu- grein hentaði best í formi fjölskyldureksturs og því e. t. v. hæpið að það sé verkefni fyrir kaupfélög að reka loðdýrabú, en það er þannig með loðdýr eins og önnur dýr að forsenda þess að hámarksafurðir náist er sú, að fóður sé gott, og einmitt nú í vor eru loðdýrabændur á þessu svæði að stofnsetja sameiginlega fóðurstöð í húsnæði Kaupfélags Ey- firðinga á Dalvík. Þessi fóðurstöð kemur til með að gjörbreyta mögu- leikum til loðdýraræktar þar sem fóðrið verður keyrt til bænda, sem er nýjung hér á landi. • Fiskeldi Næst langar mig að minn- ast á fiskeldi. Það er álit fróðra manna, að geysilegir möguleikar séu fyrir okkur íslendinga á því sviði bæði hvað varðar fiskeldi í sjó og eins í ferskvatni. Þar sem er til staðar heitt og kalt vatn kemur eldi í ýmsu formi til greina. Það hafa t. d. ekki verið gerðar á því rann- sóknir hvort mögulegt er að ala upp lax til slátrunar Lýsing Leöur er vatnsvanö Sólamir þola oliur bensin. sýrur. hiia og veita viönám á hálum íleti. TEGUND 8841 án/stáltá STÆRÐ 40 - 45 LITUR Gulur TEGUND 8844 m/stáltá STÆRD 40 - 45 LITUR Brúnn TEGUND 8021 m/stáltá 8022 án/stáltá STÆRÐ 40 - 46 LITUR Brúnn — Svartur TEGUND 8011 místálta 8012 án/stáltá STÆRD 40 - 46 LITUR Svartur - Brúnn TEGUND 8861 m/stáltá STÆRD 40 - 45 LITUR Brúnn 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.