Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 23
J°n Sigurðsson. skólastjóri Samvinnuskólans, afhcndir Reyni Jónssyni verðlaun fyrir 'elagsstörf. Að sjá veröldina nieð nýjum augum Sagt frá skólaslitum Samvinnuskólans gæskan má sín einskis sntáast fremstu eiginleikar mannsins í andstæðu sína, grimmdina og hatrið. Vissulega er þetta ár síður en svo mótað öllum þeim ósköpum sem skáldið lýsti í sögu sinni. Og við viljum yfirleitt ekki viðurkenna að slíkt sé að óttast í raun og veru. Við þykjumst öll, leynt eða ljóst, lifa í mannheimi sem er fullburða og sjálfráða og getur sjálfur leyst viðfangsefni og vanda sinn. Við þykjumst ekki þurfa að muna eftir boðorðum eða lögmáli og þar af leið- andi þurfum við ekki heldur að leita neinnar endurlausnar. Við trúum því, þegar allt kemur til alls, að við séum nefnilega okkar eigin frelsarar, okkar eigin Guðir. Til þessa höfum við tækn- ina, vísindin, samfélagsþróunina, og ekki má gleyma tölvunni okkar sem ekki aðeins er gagnlegt áhald heldur sannarlegt goðmagn í margra augum. En þrátt fyrir allt eru margar blikur á lofti. Á þessum vordögum, nú um nýliðna páska, voru íslendingar mak- lega minntir á lífshættu alls mannkyns, tortímingarhættuna sem mennirnir vekja sjálfum sér með grimmdartil- hneigingum sínum og tækni sinni. Hvarvetna má ekki síður, einkum í löndum auðlegðar og framfara, sjá táknin um hinn voðann, sálardauð- ann, þann innra háska sem bætist við ytri vá samtímans. Krá skólaslitum Framhaldsdcildar Samvinnu- skólans í Reykjavík. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.