Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 43
Er siðferði Vesturlandabúa ekki eina rétta viðhorfið, þegar öllu er á botninn hvolft? henni að eiga ekki nema tvö börn, heldur vilja fyrir hvern mun fara með hana til galdralæknis til þess að bæta úr neyð hennar. Hún segir það óþarfa, því að hvort tveggja sé, að sig langi ekkert í fleiri börn, en auk þess sé hún orðin of gömul til þess að bæta við töluna. En við annað er ekki komandi, galdralæknirinn verður að láta hana fá krús með smyrslum, sem hún á að bera á ennið á sér, áður en hún fer að hátta, svo að hún verði ómótstæðileg! ~~ Trúlega hefur það nú samt hrokkið skammt, þó að galdralæknirinn vildi henni allt hið besta, og þó að hún bæri fyllstu virðingu fyrir velvild hans. Hér var aldrei ætlunin að ganga á röðina og endursegja efni þessarar nýstárlegu bókar. Slíkt væri ekki hægt, °g enda ekki heldur æskilegt. En mér fannst ég verða að gefa lesendum hókarinnar nokkra hugmynd um efni hennar, sem er ákaflega fjölbreytilegt. fíöfundurinn ferðast land úr landi og sér og heyrir fleira en tölu verði á komið. Við kynnumst hinum marg- yíslegustu hlutum, því að sinn er siður 1 landi hverju. Engar tvær þjóðir eru eins, þó að margt sé líkt með skyldum. Segja má því, að efnið sé allt í senn, fróðlegt, heillandi og - skelfilegt. Sumt er nú jafnvel svo, að venjulegur maður hefur varla hörku í sér til þess að lesa það, hvað þá að skrifa um það. ^tér dettur m. a. í hug það sem stendur neðan við miðja hundrað sex- fngustu og þriðju blaðsíðu, en ég hef mig ekki i að tíunda það hér, enda blöskra Elinu Bruusgaard ósköpin, som hún neyðist þó til að festa á blað, sannleikans vegna: „Stundum vill maður ekki trúa því sem maður sér. Við lokum augunum og vonum, að það sem skelfir okkur sé horfið, þegar við opnum þau aftur.“ En hér var ekki hægt að flýja, þótt hún óskaði þess af heilum hug að vera horfin heim til Noregs. Elin Bruusgaard er ekki í neinum vandræðum með að halda athygli les- enda sinna vakandi, þótt hún virðist siálf ekki vera ýkja mikill rithöfundur. Óvíða eru miicil tilþrif eða ris í frá- sögninni, og ýmislegt bendir til þess, að höfundurinn hafi ekki mjög mikla æfingu í skriftum. En hitt ber þó líka að þakka, að Elin reynir ekki að troða sér inn á lesandann með glæsilegum stílbrögðum. Hún vill aðeins segja okkur frá því sem hún hefur séð og heyrt, og það gerir hún - án allrar miskunnar. • Á raunsæjan og hlífðarlausan hátt Ég sagði víst eitthvað í þá átt áðan, að Elin Bruusgaard virtist ekki vera mjög þjálfaður rithöfundur. Ef til vill ekki, en samt hefur henni tekist að skrifa góða bók. Hið merkasta við bókina er það, að hún setur okkur fyrir sjónir eymd og skelfingar mikils hluta mann- kynsins á óvenju raunsæjan og hlífðar- lausan hátt. Pað er og stór kostur á bókinni, að höfundurinn setur sig ekki í neinn dómarasess og segir sem svo: Þarna er þetta vandamál, og það verður að leysa á þennan hátt - og engan veginn öðru vísi. Nei, Elin Bru- usgaard er vitrari en svo, að hún láti slíkar yfirlýsingar frá sér fara. Hún hefur bersýnilega gert sér ljóst, að það er ekki til nein einföld og auðveld lausn á vandamálum þeirra þjóða, sem búa við hungur, sjúkdóma, fáfræði, harðstjórn og hvers kyns böl mann fram af manni, og hver kynslóðin eftir aðra rennur skeið sitt á enda, án þess að nokkuð sjáist rofa til í sortanum. Vandamálin eru margþættari og flókn- ari en svo, að þau verði leyst eða við þau ráðið með einföldum hætti. Bókinni lýkur á sama stað og hún hófst, hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, en að bókarlokum er komið árið 1982. Mörg ár eru liðin frá þeim atburðum, sem frá er sagt í upp- hafskafla bókarinnar. Margt hefur drifið á dagana, og konurnar, sem berjast fyrir frelsi og jafnrétti kyn- systra sinna, eru búnar að uppgötva það, „að þau vandamál, sem við töldum vera okkar sérmál, þau voru alþjóðleg". Óg: „Allt í einu rann það upp fyrir okkur, sem æ fleiri innan Sþ-kerfisins hafa lengi haldið fram, að konur eru ekki sérstök stétt og viðkvæm, þó að meðal kvenna séu margir hópar, sem illa eru settir og þarfnast hjálpar". Það er einmitt þetta, sem verður niðurstaðan af lestri bókarinnar Aug- liti til auglitis. Vitaskuld dylst lesand- anum ekki, að hún er skrifuð af kven- réttindakonu, til sóknar og varnar fyrir málstað kvenna. Kjörum kvenna í vanþróuðum löndum er þar lýst mjög átakanlega. En vandamálin, sem þar er fjallað um, eru miklu stærri og víð- tækari en svo, að þau einskorðist við konur. Það má nærri segja, að lesand- anum finnist hann standa augliti til auglitis við sekt og þjáningar alls mannkynsins - hvar sem er á jörðinni, og hvað sem líður kyni, aldri, trúar- brögðum, siðum eða þjóðfélagshátt- um. Þess vegna er öllum hollt að lesa bók Elinar Bruusgaard, og ekki sízt okkur, feitum þegnum .hinna ríku ofgnægtaþjóðfélaga á Vesturlöndum. Opel er tákn vestur- þýskrar vandvirkni og kunnáttu. Tækni, sem þú getur treyst. HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVORUM 43

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.