Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 38
Herfang forynjum, japönskum hermönnum eða syndaflóði á hverri stundu. Þegar ég kom út úr ræsinu hinu- megin fékk ég andartak ofbirtu í aug- un. Nú var ég Bláskjár. Hljóðin frá bílunum og sjávarfuglunum hljómuðu ankannalega í eyrum eftir neðanjarð- ardvölina. Þarna rétt hjá okkur var dysin, sem geymdi líkamsleifar af- brotamanna, sem teknir voru af lífi í gamla daga á Kópavogsþinginu. Við tókum á rás þennan spöl, sem eftir var að brúnni. Hlupum í kappi hvor við annan. Auðvitað var Júlli á undan. Við mjökuðum okkur eftir mjórri rim á brúarhelftinni og héldum okkur í kalt járnhandriðið. Námum staðar á miðri brú og horfðum niður í vatnið. Kópavogslækurinn, Skítalækurinn öðru nafni, rann saman við Atlants- hafið, átakalaust, en greina mátti vel skilin: grágrænn skítalækur berandi með sér salernispappír og annan óþverra og dreifði honum í grænbláan sjóinn. Mávur og svartbakur syntu í slabbinu og leituðu að æti. Oj bara! Við sáum fiska bera við botninn í gegnum gruggið, kola en þó aðallega ufsa. Við spörkuðum möl af brúnni, bölvuðum okkur fyrir að hafa ekki tekið með okkur færi, og ímynduðum okkur að við værum að skjóta af fall- byssum. Rykið sat um stund eftir í loft- inu meðan mölin gáraði vatnsborðið á sporöskjulöguðu svæði, eins og regn- dropar. Mávur og svartbakur flugu upp, truflaðir við iðju sína. Nau, nau, nau. Sjáðu maður!" sagði Júlli skyndilega um leið og hann þreif í öxlina á mér all óþyrmilega og benti mér upp í Arn- arneshæð. Ég fylgdi bendingu hans og sá þrjá stóra herbíla, vörubíla með óvenjustórum stálpöllum, hábyrðum, aka greitt ofan hæðina í átt til okkar. Upp úr pöllunum stóðu þykkir svartir reykjarstrókar með eldglæringum, svo annað eins hafði ég aldrei séð fyrr. Við stóðum stjarfir og störðum á þessi undur. Þetta voru sko herbílar í lagi, ameríkanabílar á leið upp í Hvalfjörð. Er þeir óku yfir brúna fram hjá okkur nötruðu undirstöðurnar og urðum við felmtri slegnir þar sem við stóðum í gustinum af þeim. Brosandi andlit hermannanna skinu gegnum þykkt rúðuglerið á stýrishúsunum. Við lyftum höndum af enni og heils- uðum að hermannasið, næstum ósjálf- rátt. Út um opinn glugga á síðasta bílnum í lestinni var kastað einhverju litfögru, sem augsýnilega var ætlað okkur, en það sveif í boga yfir höfðum okkar og lenti. með skvampi ofan í læknum. Við fylgdum því eftir með augunum og sáum það sökkva í sól- skininu og berast með straumnum upp að sandbakkanum. Við settum á okkur staðinn, litum aftur á eftir vöru- bílunum og sáum þá hverfa upp á hálsinn. Síðan þutum við ofan af brúnni og niður í fjöruna, fórum í flýti úr skóm og sokkum og óðum út í kalt vatnið. Við brettum upp ermarnar og teygðum okkur eftir sendingunni. Hreyknir og hamingjusamir gripum við um súkkulaðipakka og hófum þá á loft og hlupum með skvettum og stríðsöskrum upp úr flæðarmálinu. Við gripum sokka og skó og fundum okkur góðan stað undir Þinghólnum, lítinn grasbala, þar sem við settumst niður. Við þurrkuðum mestu bleytuna af súkkulaðistykkjunum á peysuermunum, tókum pappír- inn varlega utan af, reyndum að halda bréfinu heilu en tókst ekki, enda var það rennblautt. Silfurpappírinn var líka blautur og þegar við tókum hann utan af sáum við að súkkulaðið var blautt til endanna, það var ljósara á iit- inn þar sem það hafði blotnað. Við litum sigri hrósandi hvor á annan og bitum í af hjartans lyst. Sú sælustund, sem nú hófst, var blandin keim af jólum, páskum og afmæli, öllu í senn, og þó engu þessu lík. Þetta súkkulaði var betra en jóla- sælgæti, betra en páskaegg, jafnvel betra en stolin jarðarber. Þetta var hvorki stolið né gefið, þetta var fundið, sótt í greipar hafs og sjálft HÉ lagt að veði. Þetta var sannkallac herfang. a heimleiðinni, með sólin1 /\ næstum á vinstri öxl, töluðun Á. við minna en áður, en hugs uðum þeim mun meira hvor fyrir sig Ég fann til ólgu í maganum og kvíða sálinni. Hversu oft hafði mamma ekk varað mig við skítalæknum og lýst fyrl mér öllum bakteríunum og sóttkveikj unum, sem leyndust í læknum og Vog inum? Og Holdsveikrahælið rétt hja Ég sá fyrir mér afskræmda holdsveik' sjúklinga. Ég leit á Júlla og sá að hann va’ frekar fölur. Kannski verðum vl< báðir veikir, hugsaði ég. Er ég lú11 áttina heim kom ég auga á þá þar se’11 þeir komu á móti okkur, maðurinn Lassýhundurinn. Þeir fóru gey51,1 hundurinn augsýnilega kominn heimþrá eftir göngutúrinn, gamall úrillur. Að þessu sinni voru þeir söií1' megin vegarins og við. Ég hnipp11 Júlla, sem leit upp og brosti aulaleg3^ Reyndi að sýnast ekki hræddur. E'11: og hermanni sæmdi. Um fram allt eks að vera hræddur. Við námum næstu|1, staðar og störðum á hundinn. Tung3^ lafði út úr honum, þunn og löng. Me slefum. Hann virtist engan áhuga ha1* á okkur. Vildi sjálfsagt aðeins koma- heim sem fyrst. Þegar aðeins fáein skref voru efth! milli okkar tók Júlli skyndilega vi‘ bragð og hljóp framhjá þeim og uP/ eftir Hafnarfjarðarvegi. Hjartað í m stöðvaðist alveg um stund og ég hs1’ að draga andann. Ég lamaðist hræðslu þegar ég sá að hundurinn re' sig lausan frá manninum og hljóp! eftir Júlla með ólina í eftirdragi. P;i, dró strax saman með þeim og þer', maðurinn náði þeim, lá Júlli í ryki1'1 með rifna buxnaskálm. Maðun1' þreif í ólina, hastaði á hundinn hásh rómi og hellti óbótaskömmum Júlla. Síðan snerist hann á hæli og hL leiðar sinnar með hundinn. En ég hjálpaði Júlla heim, 111 e blæðandi kálfann og rykugt. tá1" stokkið andlit. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.