Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 42

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 42
Sjón er sögu ríkari um. Enn fremur var konunum kennt að búa til myndir með því að klippa út og líma blöð á pappaplötur. En þá kom óvænt babb í bátinn: Ein konan bjó til fallegri myndir en grannkonur hennar. Myndirnar hennar seldust. Þá urðu hinar konurnar afbrýðisamar. Gat verið, að þessi eina stallsystir þeirra hefði fengið einhvern sérstakan verndargrip frá galdralækninum, svo að kaupendurnir sjái aðeins mynd- irnar hennar? Pressuðu blöðin hennar hurfu, myndirnar voru skemmdar fyrir henni. Hún gekk berserksgang, en allt kom fyrir ekki. Enginn má við margnum, og að lokum gafst hún upp. - Ný verkkunnáta er að sjálfsögðu góð og blessuð, en hún hrekkur skammt, á meðan fáfræðin og hjátrúin sitja í hásætum sínum og magna ýmsan mannlegan breyskleika, eins og t. d. öfund og nábúakryt. • Hvað vítuin við um þetta fólk? Þó að allt efni þessarar bókar sé harla nærgöngult og ágengt við lesandann, jafnast líklega ekkert á við örstuttan kafla, sem hefst á bls. 127 og lýkur á bls. 131. Nokkrar afríkanskar konur eru komnar til Noregs, og það er eins og við manninn mælt, á samri stundu eru norsk blöð, útvarp og sjónvarp barmafull af hneykslun yfir þeirri villi- mennsku, sem viðgengst í löndum þessara kvenna, að umskera telpur. Fyrirsagnirnar eru stórar, og umskurðinum er lýst í máli og myndum. Afríkönsku konunum þykja þetta að vonum ekki góðar viðtökur. Þær segja sem svo: Hvað vitið þið um þetta? Hvenær urðuð þið sérfræðingar í þessu máli? Þið hljótið að vita, að afríkönsk kvennasamtök hafa barist á móti þessu í meira en mannsaldur. Þær segja einnig, að þegar þær komi heim af alþjóðaráðstefnum, séu þær spurðar: Voruð þið að gera okkur að athlægi á Vesturlöndum. Með öðrum orðum: þegar konur á Vesturlöndum töldu sig vera að hjálpa kynsystrum sínum í hinum svokallaða þriðja heimi, þá voru þær að spilla stórlega fyrir þeim á „heimavígstöðv- unum“. Þetta leiðir huga okkar að stóru og alvarlegu vandamáli, og nær- göngular spurningar vakna. Hvað vitum við eiginlega um aðstæður í hinum fjarlægustu löndum? Er það réttlætanlegt, að við séum að blanda okkur inn í eða gerast dómarar um siði og háttu þjóða, sem eru jafn ólíkir okkar siðum eins og hörundslitur þessa fólks er ólíkur okkar, - bókstaf- lega eins og svart og hvítt? Og afríkönsku konurnar segja sitt af hverju, sem hæft er við að láti sið- prúðum húsfreyjum á Vesturlöndum ókunnuglega í eyrum. Þær láta meðal annars eftirfarandi athugasemdir flakka: Hvar var systrasamstaðan eftir heimsstyrjaldirnar? Milljónir ungra manna féllu. Milljónir ungra kvenna urðu mannlausar.... dettur ykkur aldrei í hug að deila manninum, sem þið búið með, með einhverri af með- systrum ykkar? Hvað mynduð þið segja, ef við í Afríku og Asíu hæfum fjársöfnun fyrir þessum málstað ef við vildum losa þessar konur við einstæðingsskapinn.... Hvar mynduð þið segja? Já, hvað myndu menn segja, ef þeim væri, í nafni réttlætis og bræðralags, sagt að þverbrjóta þær siðareglur, sem þeir hafa byggt upp og lifað eftir alla ævi? Og ekki einungis á þessu sviði, heldur fjölmörgum öðrum. - Afríkönsku konurnar segja, að það ættu að vera mannréttindi að búa með einstaklingi af hinu kyninu. „En þið hreyfið hvorki hönd né fót til að hjálpa þessum milljónum kvenna. Þvert á móti verjið þið karlmanninn, sem þið fenguð, með kjafti og klóm“. Það er nú svo. Er siðferði Vestur- landabúa, - og það sem þeir hafa kallað skírlífi sitt, - er það þá kannski ekki eina rétta viðhorfið, þegar öllu er á botninn hvolft? • Svona tuttugu börn - minnst Eins og nærri má geta eru gestgjafar frú Bruusgaard álíka hissa á við- horfum hennar eins og hún er á siðum þeirra og háttum. Þegar hún segir þeim, að maðurinn sinn hafi fengið sig fyrir ekki neitt, en ekki þurft að kaupa sig, lækkar hún svo í áliti hjá þeim, að hún flýtir sér að bæta því við, að hann gefi sér alltaf peninga fyrir fötum og mat, svo að hún þurfi ekki að vinna á akrinum. Hún þorir varla að segja þeim, að hann hafi aldrei barið sig, svo að þær missi ekki allt álit á honum! Þær spyrja undrandi, hvort hann eigi ekki nema eina konu, og hver sjái þá um hann á meðan hún er í burtu. Það vekur aðeins góðlátlegan hlátur þeirra, þegar hún lýsir því yfir, að hann muni geta séð um sig sjálfur. - Þegar hún segist eiga tvö börn, er svarið sem hún fær þetta: Veslingurinn litli. Guð hefur ekki verið þér góður. En berist talið að því, hvað gestgjafar hennar telji eðlilega fjölskyldustærð, er sagt: Svona tuttugu börn ef hægt er að gefa þeim að borða! Til eru þeir, sem láta ekki við það sitja að vorkenna Opel er vestur-þýskur fram í felgur. Þér nægir ekkert minna, þegar þú velur fjölskyldubílinn. BIFREIDADEILD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 GÆÐAEFTIRLIT MEÐ GÆÐAVÖRUM 42

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.