Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 40
Grein eftir Valgeir Sigurðsson Sjón er sögu ríkari Skömmu fyrir síðustu jól kom út merk bók, sem heitir Augliti til auglitis. Höfundurinn er norsk kona, Elin Bruusgaard að nafni, en þýðandi er Sigríður Thorlacíus. Elin hefur ferðast um hnöttinn þveran og endilangan til þess að kynna sér kjör og málefni kvenna, og einnig hefur hún setið ófáar ráðstefnur í þessum til- gangi sem fulltrúi lands síns og norskra kvenna. í þessari bók hittum við hana fyrst, þar sem hún er stödd á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Watergatemálið stendur sem hæst, og Spiro Agnew er að segja af sér embætti. Frú Bruusgaard lítur allt tilstandið þarna bersýnilega gests augum, og ekki verður henni síst starsýnt á það, sem land hennar sjálfrar, Noregur, hefur fram að færa á þingi Hinna Sam- einuðu þjóða. Þannig er nefnilega ástatt um marga fulltrúana frá Stór- þinginu, að þeir verða ekki endur- kosnir, og hafa þar af leiðandi ekki nein pólitísk áhrif lengur. Margir þeirra tala hvorki né skilja ensku né neitt annað tungumál, sem notað er hjá Sameinuðu þjóðunum, og eru því algerlega háðir því yfirliti, sem sendi- herrann gefur hvern morgun, og þeim athugasemdum á norsku, sem skráðar eru í trúnaðarskýrslunum. Hún giskar á, að dvöl þessara manna hjá Samein- uðu þjóðunum sé pólitísk umbun frá flokknum. Ríkið borgar! Hún skilur, að „þetta er kerfið.“ • Voldugasta konan í Zambíu. En höfundi þessarar bókar dvelst ekki lengi í veisluglaumi og orðaflaumi alþjóðlegra þinga og samtaka, hún á annað og brýnna erindi við lesendur sína en að segja þeim fréttir af veislum og ræðuhöldum. Eftir að hafa gert þennan stutta stans hjá Sameinuðu þjóðunum, liggur leið hennar um Zambíu, Kenya, Shri Lanka, Pak- istan, ísrael, Kampútseu, Pólland og Indland. - Auðvitað er ekki vinnandi vegur að nefna í stuttri grein, hvað þá að gera skil, öllu því margbreytilega efni sem höfundurinn fær í hendur á svo langri leið um mörg og ólík lönd, en á örfá atriði skal minnst. Skemmtileg er lýsingin á því, þegar sextán konur frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Noregi koma til Zam- bíu. Á móti þeim tekur auðvitað valið lið heimakvenna og „þeim er það sam- eiginlegt að vega yfir 100 kíló hver, klæddar síðum kjólum í hinum skrautlegustu litum með samstæða höfuðbúnaði og dekksta hörundslit. sem ég hef séð“. En hmar norrænu eru: „...mjóar, fölar og tuskulegar í þægilegum bómullarbolum og stuttum pilsum. Við erum reglulega ömurleg eintök kvenkynsins. Sennilega er engin okkar þyngri en sextíu kíló. Og þetta kallar sig konur!“ Mama Kankasa er voldugasta konan í Zambíu. Allir verða að sitja og standa eins og hún vill. Það getur verið, að gleymst hafi að panta hótel- herbergi handa hinum norrænu gestum. En hvað gerir það til? Allt í einu stendur Mama sjálf í dyrunum „og brosir breitt“. Og hvað gerir hún? Hún rekur alla sem fyrir eru út úr hótelinu. Gestirnir fá hálftíma til þess að hypja sig. - Það getur líka verið, að Mama þurfi að komast til einhvers ákveðins staðar innan lands, en engin flugvél tiltæk þá stundina. Gerir ekkert. Ef einhver flugvél er albúin til flugs, þótt hún hafi ætlað í einhverja allt aðra átt, þá er hún tekin trausta- taki, öllum farþegunum sópað út og þeir látnir bíða eins lengi og verkast vill, á meðan vélin sinnir því verki, sem er öllum öðrum störfum mikil- vægara: að flytja hina miklu „Mömmu“ þangað sem hún þarf að komast. Nærri má geta, hvernig almenningi líður í landi, þar sem ráðandi menn og forystufólk í þjóðmálum hefur tileinkað sér slíkt siðferði. Enda er skemmst frá því að segja, að þarna lifir allur almenningur við hina sárustu örbirgð og stritar með járnaldarverk- færi í höndum. Konurnar vinna a ökrunum myrkranna á milli ,,....og það er óskaplegt að sjá hvaða afli þær verða að beita til að kraka upp mold- ina með hálf lausu hakablaði. Sumar Hvað Yitum íið eiginlega um aðstieður í liinum fjar- lægustu lönduin? Kr rétt- lætanlegt að við gerumst dómarar um siði og liáttu þjóða, sem eru gjörólíkar okkur? 40

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.