Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 18
Svipmynd eftir Sigfús Kristjánsson: Þögla konan 4 egar ég mætti henni í dag, sá ég þessi brúnu augu sem einu sinni fylltu mig óttablandinni forvitni. Þau skimuðu út í loftið og skoðuðu allt í kringum mig, en samt fann ég að hún var að horfa á mig. Við það rifjuðust upp fyrir mér löngu liðin atvik, frá því er ég var lítill drengur og dvaldi um tíma hjá frænku minni í Reykjavík. Sólin skein glatt og yljaði mér þar sem ég trítlaði léttfættur við hlið minnar góðu frænku. „Ég þarf að líta hérna við“ sagði hún og beygði af leið. Ég fylgdi henni niður nokkur stein- þrep og inn í þröngan og myrkan gang. Rakaþefurinn gerði mér erfitt um andardrátt. Þarna bjó móeygða konan í tveim litlum herbergiskytrum. Hún var ákaflega mögur og þreytuleg. Festulegir andlitsdrættirnir voru sterkir, líklega merki um þá óviðjafn- anlegu seiglu og þráa, sem hún var sögð eiga i svo ríkum mæli að ekkert fengi bugað. Sjö sinnum hafði hún alið börn í þennan harða heim og eins oft hafði ástarfley hennar steytt á skeri, hún orðið skipreika, en börnin lent hjá vandalausum. Nú var eins og gæfan ætlaði að vitja hennar. Það voru liðnir nokkrir mán- uðir síðan hún giftist Norðmanninum sem vantaði fingurna á aðra höndina. Stóri draumurinn, um að eignast heimili þar sem börnin gætu verið hjá henni, hafði ræst að nokkru. Yngsta barnið hafði hún hjá sér, þótt hin væru ennþá hjá vandalausum. Um það gat hún farið sínum mildu móðurhöndum. Móeygða konan leit aldrei á okkur, en starði oftast á vögguna sem hún hreyfði í sífellu. Samt fannst mér sem hún væri að horfa á okkur. Fyrst í stað tók ég ekki eftir hvað þeim fór á milli, en fánýtir hlutir sem gegndu hlutverki húsmuna vöktu athygli mína. Svo varð ég þess var að frænka mín fékk engin svör við nærfærnum spurningum sínum. Loks virtist sem þessi undarlega kona tæki ákvörðun. Hún benti frænku minni að koma með sér inn í innra herbergið. Þar hurfu þær mér á bak við upplitað og götótt hengi, sem gat þó ekki lengi hindrað augu og eyru forvitins barns í að fylgjast með því sem þar fór fram. Móeygða konan átti sér leyndarmál sem hún þurfti að trúa einhverjum fyrir. Þótt mótlætið væri lengst af hennar fylginautur heyrðist hún aldrei mæla æðruorð. Ekkert hafði verið henni svo erfitt að hún fyndi hjá sér þörf til að kvarta. Það var nokkuð sem hún kunni ekki. Frænka mín beið róleg og hljóð. Hún reyndi ekki > framar að spyrja, það var tilgangs- laust. Konan bærði varirnar og reyndi að segja henni eitthvað, en það mynd- uðust hvorki orð né setningar. Loks gafst hún upp og fylgdi okkur til dyra. Leyndarmálið beið enn á sínum stað. Dýpra en svo að það næði til tungunnar og viðkvæmara en svo að hægt væri að lýsa því með fátæklegum orðum, en litlir dropar glitruðu 1 augnakrókunum og töluðu sínu þögla máli. Daginn eftir frétti frænka mín hversu högum hennar var komið. Eig' inmaðurinn var stunginn af til útlanda, en góðhjartaðar konur höfðu sótt tij hennar barnið til að forða því frá eymdinni og skortinum. Hún hafði verið svipt forræði þess. Frænku minni skildist nú að í vöggunni sem konati var að rugga var ekkert barn. Fáir munu hafa heyrt þessa konu mæla orð af vörum síðan þetta gerðist ( Fólk segir að líklega sé hún eitthvað biluð. En hvf skyldi hún eyða orðum um fánýta hluti? Þann dag sem örlögi11 léku hana harðast glataði tungan gild1 sínu. Þá skildist henni hve orð en1 fánýt þegar í hörðustu raunirnar rekur. ♦ 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.