Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 30
Aðalfundur Samvinnubankans: 100 % aukning hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa Aðalfundur Samvinnubankans fyrir starfsárið 1983 var haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 24. mars s. 1. Fundarstjóri var kjörinn Hörður Zóphaníasson, skólastjóri, en fundarritari Margeir Daníelsson, hag- fræðingur. Formaður bankaráðs, Erl- endur Einarsson, forstjóri flutti að venju mjög ítarlega skýrslu um starf- semi bankans á s. 1. ári auk þess sem hann rakti þróun efnahags- og pen- ingamála á árinu 1983. Kom þar meðal annars fram, að áframhald hefði orðið á þeim sam- drætti í þjóðarbúskapnum, sem hófst á árinu 1982 og ætti einkum rætur að rekja til minnkandi framleiðslu sjá- varafurða. Með sama áframhaldi stefndi í ennþá meiri samdrátt en á erf- iðleikatímabilinu 1967/1968 og hefði mönnum þá þótt nóg um. Allar aðstæður væru nú mun erfiðari en árin þar á eftir. Hins vegar taldi hann, að efnahags- aðgerðirnar á s. 1. ári hefðu skilað skjótum árangri í baráttunni við verð- bólguna og stuðlað að meiri stöðug- leika í allri efnahagsstarfsemi. Tekjusamdrátturinn á liðnu ári hefði óumflýjanlega komið þungt niður á láglaunafólkinu. Því hefði að undanförnu verið unnið að lausn þeirra mála, þótt alltaf mætti betur gera. Erlendur kvað það trú sína og von, að hægt væri að tryggja hinum verr settu þjóðfélagsþegnum viðunandi kjör ef allir samningsaðilar í þjóðfé- laginu legðust á eitt þar um. Hvað stöðu atvinnuveganna varð- aði virtist einsýnt, að undirstöðu- atvinnuvegirnir, sjávarútvegur og landbúnður, ættu erfiða tíma fram- undan, en starfsskilyrði iðnaðar hefðu aftur á móti snúist til betri vegar. Ljóst væri hinsvegar, að næg atvinna og batnandi lífskj ör hér á landi yrðu ekki tryggð á komandi tímum nema með aukinni iðnvæðingu og framleiðslu. Til þess að svo mætti verða þyrfti að skapa iðnaðinum betri starfsskilyrði en áður. 30 Þróun peningamála kvað formaður hafa mótast af áframhaldandi rýrnun lausafjárstöðu innlánsstofnana og miklum greiðsluhalla ríkissjóðs. Miðað við þann tekjusamdrátt, sem orðið hefði í þjóðfélaginu mætti þróun inn- og útlána samt teljast viðunandi. Þá taldi hann, að vaxtalækkanir á s. 1. ári hefðu tvímælalaust bætt greiðslustöðu atvinnuvega og einstak- linga. Nú væri í fyrsta sinn um árabil hægt að tala um jákvæða raunvexti, og hlyti slík þróun þegar frammí sækti að efla sparnað og stuðla að auknu jafn- vægi á lánsfjármarkaði. Þessu næst vék formaður að starf- semi Samvinnubankans. Miðað við allar aðstæður hefði rekstur bankans á árinu 1983 gengið vel, þótt ýmsar ytri aðstæður hefðu haft neikvæð áhrif á þróun innlána. Staðreyndin væri sú, að bankinn stæði á krossgötum og miklir umbrotatímar væru framundan. Þjónustusvið bank- ans hefði aukist og í garð væri að ganga allsherjar tæknivæðing á sviði tölvu- mála. • Heildarvelta Fjármagnsstreymið gegnum bankann eða heildarveltan nam á árinu 29.1 miljarði kr. ogjókst um 73.3%. Færslu og afgreiðslufjöldi var 3.1 miljón og hafði vaxið um 7.6%. Viðskiptareikn- ingar voru í árslok orðnir 74.199 og fjölgaði um 3.972. Starfsmenn við bankastörf voru 183 í árslok, þar af 29 í hlutastarfi. Pétur Erlendsson aðstoðarbankastjón ( Samvinnubankans ásamt Geir Magnús- syni, seni ráðinn hefur verið eftirmaður Kristleifs Jónssonar bankastjóra, en hanU mun láta af störfum vegna aldurs í lo^ þessa árs. J

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.