Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 24
Að sjá
veröldina
með nýjum
augum
Svavar Lárusson yfírkennari og Jón
Sigurðsson skólastjóri útskrifa Lindu
Hrönn Arnardóttur, en hún hlaut
hæstu einkunn á stúdentsprófí.
• Yið höfum gert okkur munaðarlaus
Árið 1984 erum við í landi okkar enn
að minnsta kosti laus við skelfingu
alræðisríkisins og er alræði í einhverri
mynd þó algengasta stjórnarástand á
byggðu bóli um þessar mundir. Á
þessu ári eru lífshættan og sálarhásk-
inn öllum orðin ljós. Það eru því
margar blikur á lofti í reyndinni ekki
síður en í framtíðarmartröð breska
skáldsins.
Reynslan hefur ekki kennt okkur að
við séum algóð eða fullkomin. Hún
hefur ekki sannað að mannheimur sé
sjálfráða eða fullburða. Þess í stað er
ástæða til að ætla að við höfum í
almennri merkingu orðsins gert okkur
sjálf munaðarlaus.
Það var þýski píslarvotturinn Fried-
rich Bonhöffer, sem nasistar murkuðu
lífið úr fyrir 39 árum, sem talaði
fyrstur um fullburða mannheim. Við
þurfum að taka þau orð sem viðvörun.
Reynslan á að hafa kennt okkur að ótt-
ast ýmislegt það sem býr innra með
okkur sjálfum. Það er heimska að
kunna ekki að óttast; það er svo kölluð
fífldirfska. Virðingarleysið, siðleysið
á rætur sínar ekki síst í dirfsku heimsk-
unnar.
Það er fífldjarfur mannheimur sem
í virðingarleysi sínu gerir sjálfan sig
munaðarlausan og stefnir til glötunar
í margföldum skilningi orðsins. Og
það er meðal annars lífshlutverk og
lífsskylda þeirra sem sjá veröldina
með nýjum augum, æskunnar, að vé-
fengja þennan mannheim, að nota ný
og ójrreytt augu sín, skarpa vitund sína
sem ekki er mædd af málamiðlun og
undanslætti lífsreynslunnar til að
breyta stefnu mannheimsins, til þess
meðal annars að benda á úrræði sam-
hjálpar og samvinnu, til að afneita
munaðarleysinu og spretta aftur af
klárunum á hlaðinu heima.
• Notið ung augu ykkar
Þið eruð ung, kæru vinir. Þið eigið ný
augu. Þau sjá best og skarpast. Notið
þau og látið ekki blekkjast. Skær birta
getur stafað af glýju eiturlyfsins og hún
getur verið bólstur sprengjunnar.
Nú eru einmitt á þessu sama ári,
1984, fjögur hundruð ár liðin síðan
Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup
vann það afrek að bjarga íslenskri
tungu, menningu og þjóðerni, að
minnsta kosti eins og við skiljum þessi
fyrirbrigði á síðari tímum, með gerð
og útgáfu Heilagrar ritningar á
íslensku. Með þeirri bók, þeim ritum
öðrum og þeim hugsunum sem henni
tengjast helgaðist íslensk menning og
tunga og lifðu af.
Síra Matthías Jochumsson leitaði
líka til helgrar bókar eftir efni í þjóð-
söng íslendinga, um þúsund árin sem
eru sem einn dagur í augum Drottins.
Þessa hugsun fann síra Matthías í 90.
sálmi ritningarinnar.
Ég var áðan að tala um þörfina á
raunsæjum ótta og um háskann af fífl-
dirfskunni. Hvað skyldi þessi sami
sálmur segja um það efni?
Þar segir: „Kenn oss að telja daga
vora, að vér megum öðlast viturt
hjarta“ - Með öðrum orðum: við
þurfum að muna hve ævin er stutt, hve
skammt er á alla vegu til takmarkana
okkar og ófullkomleika. Viskan felst í
því að vita um ófullkomleika sinn,
virða takmarkanir sínar, forðast þann
ofmetnað sem einkennir nrargt á líð-
andi stund er menn þykjast sjálfir
Guðir og rísa gegn lögmáli heims, lífs
og dauða.
Þetta verður mannheimur að læra
nú á næstu árum. Lengra verður tæp-
ast komist án þess, því að öxin er reidd
að rótum trjánna.
Þið þurfið þó ekki, kæru vinir, að
24