Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 33
• Hráefni. Til brauðgerðar er notað mjöl, efni til lyftingar, vökvi og salt til bragðbætis. Mjölið ræður aðallega gerð og bragði brauðsins. Mjöl sem framleitt er úr rúg- og hveitifræjum, er best fallið til brauðgerðar, enda kölluð brauðkorn. í hveiti og rúgmjöli er sérstakt eggjahvítuefni, sem nefnist glúten og gerir það að verkum að unnt er að hnoða þessar mjöltegundir með vökva, svo að úr því verði seigt deig. Þau loftgöt sem lyftiefnið myndar í deiginu haldast vegna þess að glútenið myndar nokkurs konar „grind“ í brauðinu við bakstur. í hveiti er mest af glúteni, þess vegna lyfta hveitibrauð sér mest. Mis- munandi magn af glúteni er í ýmsum hveititegundum. I amerísku hveiti, sem hér er á boðstólum, er mikið af glúteni, enda er það gott til baksturs. Hvítt hveiti er m j ög f ínmalað hveiti, þar sem kím hveitifræsins og hýði er sáldað frá. Þar með fer hluti af víta- mínum og steinefnum í mjölinu for- görðum. Hins vegar er auðveldara að baka úr því. Til þess að gera hveiti hvítara er látið í það bleikiefni. Yfir- Hitt er hveiti bætt með kalki, járni og B-vítamínum, enda er það víða skylt, skv. reglum þar um, til þess að brauð ur hvítu hveiti sé ekki of einhliða fæða. Ascorbinsýra er einnig látin saman við hveitið til þess að bæta eiginleika þess hl baksturs. Ef hveitikornið er malað í heilu lagi fest heilhveiti. f heilhveiti eru öll þau Næringarefni, sem í korninu eru. Ef hveitikornið er mjög gróft malað er Það á dönsku kallað fuldkornsmel en grahamsmel sé það fínna malað. Sé mJölið mjög gróft eru eiginleikar þess hl baksturs ekki sérlega góðir, því á gróft heilhveiti að vera í mesta lagi helmingur þess mjöls sem í brauðið á að fara Grófa hýðið af hveitifræinu, sem sáldað hefur verið frá, nefnist hveiti- klíð. Hveitiklíðið örvar tennur og meltingarfæri, en þau næringarefni sem í því eru, nýtast mannslíkam- anum illa. í hveitiklíði er efni sem kallað er fytin, sem bindur kalk, járn og zink þannig að líkaminn getur ekki nýtt sér þau efni nema að litlu leyti. En sé svokallað súrdeig lagað úr klíði, geri og vatni og það látið standa í 12- 24 klst., eða sé klíðið látið standa með súrmjólk eða mysu, kemur efnakljúf- urinn fytase í veg fyrir að fytinið bindi steinefnin. Gróft rúgmjöl er malað rúgkorn, þar sem einungis grófasta hýðið er 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.