Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.04.1984, Blaðsíða 27
Á æskuárum Jakobínu var stríður straumur fólks sem flýði harðindi heimalandsins og leitaði nýrra heim- kynna í vestri. Þegar hún var fimm ára gömul ákváðu foreldrar hennar að fara þá leið. Sigurbjörn kvaddi land sitt með trega, „fór af föðurláði sem flóttaþegn - á meðan hjartað brann,“ eins og Indriði Þórkelsson á Fjalli segir 1 kvæði sem hann flutti Jakobínu í fyrstu heimsókn hennar til æskustöðv- anna í Þingeyjarsýslu. Sigurbjörn settist að með fjölskyldu sína í Argyle-byggð, skammt suð- vestur af Winnipeg. Þar ólst Jakobína UPP- Um foreldra sína og uppvaxtarár samdi hún ritgerð sem prentuð er í bókinni Foreldrar mínir, minningar Vestur-íslendinga sem Finnbogi Guðmundsson tók saman og út kom 1956. Þar segir: „Foreldrar mínir voru samtaka í Prýðilegri umgengni úti og inni, og í nýtni og iðjusemi. Eins í því að komast aldrei í skuldir. Hann var svo dagfars- Prúður maður sem hugsast gat, hægur 1 fasi og orðvar mjög. Hún var við- mótsglöð kona, hvöt í spori og sívinn- andi. Ég sá hana víst aldrei iðjulausa, Pyí áhuginn var þrotlaus, að sjá fyrir ser og sínum. Hún saumaði á hand- maskínu, hún spann og prjónaði allt Seni heimilið þurfti með af plöggum, °g seldi talsvert þess háttar að auki í Wrslanirnar. Henni varð mikið úr 'Au, enda vön við það frá upphafi jmga. Hún gerði hvorttveggja, að mat- ua eins og heima - og læra þær uðferðir sem best hentuðu af því sem Pá tíðkaðist í nýja umhverfinu. Hjá enni áttum við ætíð gott. - Og fallegt pUr laufabrauðið hennar á jólunum! abbi sýndi okkur börnunum hvernig pfl' að skera það út með mesta flúri! - f gestir komu var kaffi fljótlega á °rð borið og glatt yfir öllum. Faðir Jflmn var skemmtilegur í samræðum Þegar hann fékk að njóta sín. Hann afði lag á að hefja samtalið upp yfir versdagsmas og leiddi það löngum af rV* tem vorum þá að lesa. Eftir að j. Stephanssonar hann stundum yfir Fuiti mest varið í - og "om fyrir ag hann lét mig lesa kafla úr °g flugi“ þegar þar var komið b°gunni.“ þ.Vdeoi Stephans ( [oruað birtast hafði fluð Sem hnnntT, KAt ^ . þessari frásögn segir Jakobína e>ra af heimilismenningu í foreldra- usurn og bóklestri fólksins: „Margt á ég að þakka eftirdæmi essara grandvöru foreldra og tíu runum í frumbýlinu hjá þeim. Þýðumenning íslendinga tjáði sig okt- Sa^i ffl sin- Kvöldvakan hjá jy," Ur var notuð eins og heima, - og amtoba veturinn er stundum langur og strangur. Móðir mín sat með prjón- ana, börnin dunduðu sér, en við pabbi lásum upphátt til skiptis. Hann varð feginn að láta mig hvíla sig við lestur- inn, svo ég komst snemma upp á að lesa fornsögurnar, rímur eða önnur ljóðog sögur sem hægt var aðnáí. Yfir höfuð átti fólkið ekki margar bækur, en allir höfðu samt komið með eitthvað í kistu sinni. í Argyle var snemma stofnað lestrarfélag sem bætti úr skortinum, þó pantanir hafi síst komið með neinni flugfart á þeim árum. Allir skiptust á bókum - faðir minn gekk langar leiðir að sækja okkur bækur. Uppáhalds bækurnar sem hægt var að lesa vetur eftir vetur voru fornsögurnar. Ég man hvílík hátíð honum fannst það að lestrarfé- lagið eignaðist Flateyjarbók. Ég las í henni upphátt kvöld eftir kvöld. - Pabbi átti Fóstbræðrasögu - og rímur af Gísla Súrssyni.“ Við sjáum af þessari frásögn að Jakobína ólst upp við íslenska alþýðu- menningu og sagnaskemmtun vestur á sléttum Kanada. Fornar sögur og hetjur þeirra urðu henni hugleikar, og í ljóðasafni hennar má sjá merki þess (Fornmenn, Leifur heppni, íslend- Hús Jakobinu skáldkonu í Seattle. ingur sögufróði). Sum þessi kvæði eru ort til flutnings á íslendingadegi þegar ættlandsins var minnst á hverju ári, og er enn með afkomendum hinna íslensku landnema. • Kveðskapur og landkynning Jakobína hafði snemma hneigð til mennta. Eftir barnaskólanám fór hún til Winnipeg til frekari skólagöngu og lauk þar kennaraprófi tvítug að aldri, vorið 1904. Með náminu vann hún fyrir sér með barnakennslu, meðal annars í æskubyggð sinni, Argyle. Þó 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.