Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 1
Vöruvöndun.
Eitt af því, sem í fremstu röð er nú á tímum haft til
niarks um menning og dugnað einnar þjóðar er vöru-
framleiðsla hennar. Nú á dögum er eigi lagt meira kapp
á nokkuð annað en það, að hafa sem allra útgengileg-
astan varning fram að bjóða og útvega honum sem
beztan og víðlendastan markað. Um þetta meginatriði
snýst aðaláhugi þjóðanna og metnaður þeirra. Einstak-
lingarnir hafa þar sitt daglega áhyggjuefni. Samvinnu-
fjelög, hlutafjelög, auðkýfingar, auðmannasamlög, hugvits-
menn og stjórnendur ríkjanna, hugsa hvíldarlaust um
það, hvernig finna megi ný ráð og vegi til þess að Ijetta
fyrir framleiðslunni, gera vörurnar sem ódýrastar, vand-
aðastar og útgengilegastar; ná í nýja og nýja kaupendur
og ryðja þar öðrum keppinautum úr vegi, en tryggja
°g festa gömul sambönd. Þegar önnur ráð hafa eigi
dugað, í þessu efni, hafa þjóðirnar, á síðari tímum, jafn-
vel eigi hikað við það, að bera banaspjót hvor móti
annari til þess að ná yfirráðum yfir vörumarkaðnum á
þeim og þeim stað. Gagnvart þessu hefir þjóðernisrjett-
ur, eðlilegar þarfir og afstaða þjóðarinnar, optlega orðið
að lúta í lægra haldi. Áhrifanna af þessum kappsmun-
um gætir enn í stjórnarfarssögu vorrar litlu þjóðar og
filraunum hennar í því að ná fullu sjálfforræði.
þjóðirnar beita öllum hugsanlegum ráðum til þess, að
greiða fyrir framleiðslunni og bæta hana. Einstakling-
arnir eru eigi látnir liðsinnislausir, heldur leitast þjóð-
11