Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 2
150
fjelágsheildin við að uppörva þá og aðstoða á allar
lundir, með lagasmíðum og fjárframlögum. Verndartollar
eru víða látnir ýta undir innanlandsframleiðslunni, verð-
launum útbýtt fyrir aðra framleiðslu; einkaleyfi gefin
íyrir nýjum uppgötvunum og endurbótum; ákaflega miklu
af ríkisfje varið til að launa ýmsum erindisrekum og
eptirlitsmönnum; stærri og smærri sýningar, tilrauna-
stofnanir og rannsóknarstofnanir eru ríflega styrktar og
s. frv.
Að verða fremstur með varning sinn, er markið sem
allt þetta stefnir að. Vakandi og óþreytandi ástundun er
lögð á það, að komast eptir því, hvernig kaupendur
vilji helzt hafa vöruna, og síðan er leitast við að laga
hana eptir því, svo sem framast má verða. Sje einhver
vara, frá annari þjóð, í almennu áliti, er óðara reynt að
komast eptir því, hvað hún hefir mest sjer til ágætis
og hvernig hún sje framleidd. Að þessu fengnu byrjar
svo tafarlaust kapphlaup um það, að komast eins langt
og helzt svo lítið lengra, ofurlítið fram fyrir, til þess
að geta látið sína vöru verða fyrsta »númer á mark-
aðnum.
í þessu kapphlaupi verða allar menningarþjóðir að
taka þátt — nauðugar, viljugar. — Að vísu nær þetta
kapphlaup allra mest til allskonar iðnaðarvarnings, en
þó jafnframt ákaflega mikið til þeirra vörutegunda, sem
seldar eru óunnar eða lítið unnar og kappið og kröf-
urnar fara þar einnig vaxandi. Flestir munu kannast við
kappið meðal Breta og Þjóðverja um tilbúning á ýnisum
iðnaðarvörum. Bretar hafa lengi verið taldir fremstir allra
þjóða í þeim greinum, og hafa haft víðáttumestan mark-
að í hinum mörgu og þroskamiklu nýlendum ríkisins
og víðs vegar annarstaðar. Nú skáka Þjóðverjar þeim
með ýmsan iðnaðarvarning; Ameríkumenn sækja fast
fram á vígvöllinn og jafnvel Austurálfuþjóðir: Kínvérjar
og Japansmenn, leggja drjúguni orð í belg. Danskir
bændur eiga uppgang sinn mikið því að þakka, á seinni