Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 4

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 4
152 Flestir vilja víst eitthvað starfa í umbótaáttina, því fárra augu eru »svo haldin< að þau sjái eigi, að kyrr- staða eða undanhald dugir ekki. Akaflega lítið ber samt á framsókninni hjá hjeraðastjórnum vorum og kaup- mönnum, þó kaupmenn ættu að standa vel að vígi til þess, að beita þekking sinni og áhrifum í þessu máli. Fað má vel vera að sumir menn telji málefnið hjeraða- stjórnunum óviðkomandi, en sem betur fer, er það álit engan veginn almennt. Fað mætti líka eins vel telja það alþingi óviðkomandi eptir eðlilegu verksviði þess og hjer- aðsstjórna. Það skal fúslega játað, að frá þeim tíma er íslending- ar fengu fullkomið verzlunarfrelsi hefir vöruframleiðsla landsmanna stórum aukist, orðið nokkuð fjölbreyttari, og jafnframt batnað í ýmsum greinum. Má þar til nefna sumar sjávarvörur: saltfisk, síld og fl., einnig sumar land- vörur: æðardún, smjör og fl., en mikið vantar til að vand- virknin hafi verið nógu almenn og fullkomin og til sumra þýðingarmikilla vörutegunda hefir hún alls eigi náð, allt fram að síðustu dögum. Land vort er eigi iðnaðarland. Það er enn þá eiginlega frumbyggendalcind, og hefir því flest einkenni slíkra landa, þrátt fyrir þúsund ára þjóðarsögu. Það er eigi annað sjáanlegt en um alllanga framtíð verði nóg svigrúm fyrir sömu aðalatvinnuvegi og framleiðslu og nú á sjer stað. Innlend fiskiskip eru ákaflega strjál, á hinum víðlendu fiskimiðum kring um strendur landsins. í dölunum er víða langt bæja á milli og ræktuðu blettirnir hverfandi smáir. A víðáttumiklum og grónum heiðarflákum sjest opt eigi nema slæðingur af sauðfje um hásumartímann. A þessum svæðum eru verkefnin nóg fyrir hrausta hönd og þrekmikinn framsóknarhug hinna ungu sonu ísafold- ar: hollari og ábatavænlegri verksvið en stofugólf og reykjarsvælustræti, þar sem einn treður skóinn niður af öðrum, eða hrindir honum um koll. Landsmenn þnrfa því sannarlega ekki að brjóta heila sinn um það hvernig

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.