Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 5

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 5
153 þeir eigi að standa iðnaðarþjóðunum á sporði: finna upp nýjar iðnaðargreinar, endurbæta margbrotnar vjelar sem notaðar eru við framleiðslu á margháttuðum iðnaðarvör- um, og kvíða fyrir því að vörurnar hrúgist upp, af því eptirspurnina vanti af einhverjum óviðráðanlegum atvikum. Utfluttar vörur vorar eru fáar, og verkun þeirra er sjaldan mikil nje margbrotin. F*að, sem vjer höfum fram að bjóða er flest notað til fata og matar af kaup- endunum. Vjer megum því óhultir byggja á því að alltaf verði þörf fyrir slíkar vörur og allar líkur eru fyrir því, að þörfin fyrir þær fari smávaxandi. En hinu megum vjer, umfram allt, aldrei gleyma, að það eru fleiri en vjer um framboðið á samkynja vörum og þeir láta eigi sitt eptir liggja að gera sínar vörur sem útgengilegastar. Það er því hnúturinn sem leysa þarf: að hinar fáu vöru- tegundir vorar sjeu svo að heiman búnar, að þær sómi sjer fyllilega á bekk á hinum útlendu sölutorgum, að gæði þeirra og útlit verði oss hvorki til skaða nje skamm- ar heldur auki eptirspurnina, þar sem menn kynnast þeim. þrátt fyrir það, þó í þessum efnum sje eigi við flókin eða margbrotin dæmi að eiga er úrlausn þeirra röng hjá oss í ýmsum tilfellum, og er margt sem því veldur, en ekkert svo illt viðfangs, að eigi megi bætur á ráða, ef alvarlega viðleitni brestur eigi. Meðal þess sem stendur í vegi fyrir vöruvöndun vorri, má í fyrstu röð telja þekkingarskort vorn á þeim kröfum sem kaupendur varnings vors á heimsmarkaðinum gera til hans, að minnsta kosti er þessu svo varið um sumar vörur. Úr þessum þekkingarskorti geta einstaklingarnir eigi bætt til íulls af eigin ramleik, en öliuni ætti aptur á móti að geta verið það atriði Ijóst, að án þessarar þekk- ingar rennum vjer blint í sjóinn með tilraunir vorar. Vjer erum hjer afskekktir og höfum eigi — nema þá sárfáir — efni á því að kynna oss markaðskröfurnar upp á eigin sPýtur. þess vegna þurfum vjer stöðugt að hafa menn, úr vorum flokki, á verði á þeim stöðum þar sem helztu

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.