Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 8

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 8
156 af því framboðið er svo mikið og margbreytt. þó varan hafi eitt sinn verið talin góð og átt við liæfi kaupenda á liðnum tíma, dugir þar eigi venjufesta framleiðenda, lengur en kaupendum gott þykir. Það sem kaupendum geðjast eigi, af því það er gallað í eðli sínu, ósamræmis- legt, óásjálegt eða að eins í slæmum umbúðum er óð- ara rekið út í horn, og fær að bíða þar, þangað til seint og um síðir að þeir kunna að kaupa það sem ekki hafa efni á því að kaupa vandaða og dýra vöru. Þesskonar vara getur aldrei vakið eptirspurn, aldrei náð áliti eða háu verði. Eina ráðið til að bæta úr þessu er vitanlega það, að bæta vöruna á allar lundir og laga hana eptir vilja kaupendanna, unz þeir verða ánægðir með hana, og vilja eigi af henni missa. En þess gæta menn langt frá því nægilega, hjer á landi, að það er undantekningar- lítið seinunnið verk að ryðja nýrri vöru braut, eða hefja vöru til fyrirrúms, sem áður hefir verið í niðurlægingu. Kaupendur hafa vanizt annari vöru frá öðrum, sem þeir hafa reynt, og eru óhræddir að kaupa. þegar þeim er boðin ný vara eða endurbætt, vilja þeir helzt ekkert við hana eiga; þó henni sje hrósað þora þeir ekki að leggja trúnað á það, finnst það áhætta að skipta um o. s. frv. Þeir mega eiga það víst að gömlu viðskiptamennirnir geri þeim flest til geðs til þess að verða eigi af kaup- unum. það er líka ekki sparað að ófrægja hina nýju vöru og gera hana tortryggilega af keppinautunum. Loks fær hin endurbætta vara einhverja kaupendur, og reynist hún góð og áreiðanleg fjölgar kaupendum smám saman, álit vörunar vex og verðið hækkar, ef framleiðendur sýna lát- laust þolgæði í vöruvönduninni. það er þetta þolgæði og framsýni sem oss skortir svo tilfinnanlega. Optast er það aukin fyrirhöfn að bæta vöru sína, og ef verð hennar hækkar eigi að sama skapi, þeg- ar í stað, hafa sumir menn enga trú á því að tilbreytnin hafi nokkuð að þýða fyrir framtíðina. Þeir segja nýbreytn- ina tóman kostnað og fyrirhöfn; þeir segjast fá eins

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.