Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 9

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 9
157 mikið fyrir sína vöru, þó þeir sjeu ekki að þessu ný- móðins »nostri« eptir vandasömum og föstum reglum. Þetta geta þeir líka sýnt svart á hvítu, og þykjast menn að meiri, svo er kaupmönnum vorum fyrir að þakka. Jafnvel þó sumir þessara manna viðurkenni það, að tilbreyting og vöruvöndunin hafi þó ofurlitla þýðingu fyrir heildina, og það sje þessu meðfram að þakka að vöruverðið haldi sjer þolanlega og enda fari hækkandi í sumum tilfellum, fást þeir samt eigi til þess að vera með í neinum samtökum eða skuldbindingum til vöru- vöndunar. Þeir láta sjer það nægja og eru ánægðir með það, að njóta góðs af tilraunum annara og tilkostnaði, fyrirhafnarlaust fyrir sjálfa sig. Sjálfir vilja þeir engu til kosta, eða neina áhættu eiga yfir höfði sjer, heldur hugsa sjer að geta allt af tekið sinn hlut á þurru landi, án þess það verði til að rýra hlutskiptisheildina í sjálfu sjer. Þessir menn gæta eigi þess að framkoma þeirra er átu- mein í árangri framsóknarinnar, meðan hinum óvönduðu vörum þeirra er blandað saman við endurbættu vöruna á markaðnum eða þær ganga þar undir sama nafni og hafa svipað útlit. Þegar kaupendur vita að við því má búast að þeir lendi á gallaðri og óvandaðri vöru innan um aðra sæmilega, vekur það hjá þeim vantraust og tortryggni, og meðan slíku fer fram, getur vandaða var- an aldrei notið sín til fulls, þó það hinsvegar sje henni að þakka að lakari varan flýtur með. Meðan kaupendur mega búast við því, að þó nokkuð af gallaðri vöru fljóti með í kaupunum, mun verðlagið jafnan miðað meira við þann flokkinn; betri flokkurinn er þá skoðaður sem sá kaupbætir, er geri viðskiptin viðunanleg. Auk þessara skammsýnu og ófjelagslyndu manna eru til allmargir aðrir, sem beinlínis virðast kostgœfa trassa- skap í vöruverkun sinni, þó þeim hljóti að vera það Ijóst hvað af því leiðir fyrir framtíðarhag almennings. I þessu efni fara þeir svo langt, sem lengst verður gengið, allt að því takmarki, að varan verði gerð ræk af hálfu kaup-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.