Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 12

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 12
160 löndum. Þegar vjer athuguni hversu jafnar og samræm- isríkar þær vörur eru, sem hingað flytjast frá sama stað í útlöndum, ætti oss sízt að furða það, að sömu kröfur eru gerðar til þeirra vara er vjer búum út og sendum á markaðinn. Sú tilhneiging er býsna almenn aö vikja frá settum reglum í vöruvönduninni, einkum þegar svo er ástatt, að mönnum getur eigi skilizt það, að slíkt geri neinn skaða í vörugæðunum í sjálfu sjer, heldur sjeu frábrigð- in jafnvel til bóta frá þeirra sjónarmiði. Petta hendir jafn- vel þá menn, sem í raun rjettri vilja eigi vamm sitt vita; en þeir eru eigi búnir að læra þá list að beygja sig fullkomlega undir sameiginleg fjelagsákvæði, sem sett hafa verið eptir beztu vitund á þeim og þeim tíma. Hjer er um líkt að ræða og hina borgaralegu löghlýðni. F*að er eigi hinn rjetti vegur að brjóta lögin með gjör- ræði, þó einstaklingnum virðist þau óþörf eða ósann- gjörn og sýnist annað mega betur fara, heldur verður að leitazt við að fá þeim breytt og sannfæra aðra um nauðsyn breytinganna, en sýna fullan þegnskap, á með- an breytingarnar hafa eigi fengið fullan lagakrapt. Pað ætti að vera hverjum manni auðsætt að það spill- ir samræminu, ef hver og einn má, átölulaust, viðhafa þau frávik í vöruvönduninni er honum virðist ósaknæm eða jafnvel til bóta. Frávikin geta orðið nokkuð mörg og breytileg, ef hver maður má fara eptir sínu eigin hyggjuviti, hvað sem góðum vilja kann að líða. Pó framleiðandi fari eptir sínum smekk og sinni skoðun á því hvað bezt eigi við, þá er það engin trygging fyrir því, að hann hitti á það, sem kaupanda geðjast bezt, en það er skoðun kaupandans, 'sem mest er undir komið, og þess vegna verður að fara eptir, nema hægt sje að breyta henni með almennum samtökum og áður hafi komið fram áreiðanleg sýnishorn af tilbreytninni. Látum svo vera að það sjeu stundum að nokkru leyti kreddur, sem kaupendur hafa í vörukröfum sínum. Ef það eru

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.