Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 16
164
um það hvað til vöruvöndunar útheimtist, að því leyti
sem einstakar vörutegundir snertir. Petta getur samt eigi
orðið að nokkuru verulegu ráði, nema með aðstoð sjer-
fróðra manna og þá jafnframt með því, að tímaritinu
sje skýrt frá þeim tilraunum, sem gerðar kunna að verða
í þessu máli, hjer og þar á landinu. Slíkan stuðning
vantar tímaritið enn, eins og í fleiri greinum, hvernig
sem síðar kann úr að rætast.
. Að svo komnu máli verður tímaritið að láta við það
lenda, að mestu leyti, að benda á það, hversu allar
landvörur vorar, nema ef til vill æðardúnn, eru meira
og minna vanhirtar, og líta lakar út á erlendum mark-
aði en vera þarf.
Langmestar leiðbeiningar og opinberan stuðning hefir
smjörgerð landsmanna fengið, og mun þó talsvert á
bresta að þar sje allt í góðu lagi, að minnsta kosti á
rjómabúunum á Norðurlandi. Aðalmarkaðurinn fyrir út-
flutt smjör, hjeðan, er á Englandi, og erum vjer því í
mjög mikilli fjarlægð við hann, en hins vegar svo afar-
áríðandi að koma smjörinu þangað sem allra ferskustn.
Þetta hefir verið mjög örðugt, af því skipagöngurnar
hafa verið svo fáar og auk þess að öllu leyti illa lag-
aðar fyrir smjörflutning frá rjómabúunum norðanlands.
Aðalgallinn á smjörinu þaðan hefir verið talinn sá: að
það tapaði svo fljótt nýjabragðinu og geymdist illa. þetta
er vafalaust að miklu leyti því að kenna, hvað smjörið
verður að bíða langan tíma, opt margar vikur, og jafn-
vel flækjast á milli skipa, en hitt er einnig víst að geymsl-
an hjer heima og útbúnaður er ekki í æskilegu lagi.
Smjörið frá Norðurlandi hefir stundum komið stórgallað
á markaðinn. Það hefir þurft áð slá smjördunkana sund-
ur og skafa myglu utan af smjörinu. Það liggur í aug-
um uppi, hve þetta spillir smjörverðinu, það er nýr kostn-
aður, smjörið ljettist, og leifunum er ekki liægt að halda
frarn sem góðri vöru.
Nú er útlit fyrir að flutningstæki batni til muna á