Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 19
16 7
þolgæðisleysið til sögunnar, svo vjer gætum eigi þess,
að brautin nær lengra, miklu lengra en augað eygir, og
að það fara margir menn eptir henni, á hraðri göngu
fram undan oss.
það viðurkenna flestir að með stofnun rjómabúanna
og endurbættri smjörgerð hafi verið stigið framfaraspor
í íslenzkum landbúnaði. Nú veltur á því, hversu þetta
gefst til frambúðar, en það er aptur mest komið undir
þolgæði voru og vandvirkni vorri. Um tíma voru horf-
urnar ekki sem. álitlegastar (einkum á Norðurlandi), nú
eru þær að batna aptur; smjörframleiðslan hefir vaxið
og smjörverðið hækkað, síðustu tvö árin; næsta sumar
verða skipagöngur miklu hentugri, og hefir það mikla
þýðingu. í ár er líklegt að útflutt rjómabúasmjör verði
um 300 þús. pund (árið 1907 útflutt 240 þús.). Ef
endurbætt smjörverkun gæti hækkað pundsverðið á út-
fluttu smjöri um 5—10 aura, næmi það 15—30 þús. kr.
Þessi litli herzlumunur hlyti að hafa mikla þýðingu og,
að öllum líkindum, hafa það í för með sjer: að þeim
rjómabúum sem nú starfa væri vel borgið, ný rjómabú
risu á fót og smjörframleiðsla landsins færi stórum vax-
andi, án þess af því, út af fyrir sig, þyrfti að leiða verð-
fall á útlendum markaði.
Að fáum árum liðnum ættum vjer, með þessu móti,
að geta fengið mil. kr. fyrir útflutt smjör. Það
er laglegur skildingur fyrir vöru, sem varla var teljandi
sem útflutningsvara fyrir stuttum tíma síðan.
Rjúpur mega teljast sjerstaklega íslenzk vörutegund.
I sumum árum munar talsvert um þessa vöru. Pað er
t. d. eigi svo fátítt á sumum heimilum í Ringeyjarsýslu
að skotnar sjeu 200 — 800 rjúpur á ári sem fluttar eru
til útlanda. Árið 1905 voru rúmlega 23 þús. rjúpur flutt-
ar til annara landa frá Húsavík.
Skemmdirnar sem koma í ljós á þessari vöru, þegar
farið er að selja hana í útlöndum, eru líklega meiri en
á nokkurri annari íslenzkri vörutegund. Eru svo mikil
12*