Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 31
170 •ok reikningsársins, og þarf því eigi að greiða þar vexti nema fyrir Iítinn tíma í senn, þegar gjaldeyrisvörur þess seljast greiðlega. Fjelagið leggur allan tilkostnað á vörurnar þar á meðal fyrir leigu eptir verzlunarlóð. Það 'eggur árlega fram fje fyrir hús og áhöld og greiðir allan reksturskostnað, en meira ekki. Um atvinnu eða verzlunarágóða, í venjulegum skilningi er ekki að ræða, eigi heldur neina verulega fjársöfnun, til þess að bera hlak af mislukkuðum gróðafyrirtækjum, því fjelagið hættir sjer eigi út í þess konar hafvillur. Innlendar verðsveiflur eru áhrifalausar á fjelagið, sem stafa af samtökum kaup- manna eða samkeppni. Pað lætur hverja vörutegund bera sinn eðlilega tilkostnað og hefir engar falsgyllingar, heldur fer sína götu beint að sínu ákveðna markmiði: að útvega fjelagsmönnum góðar og ósviknar vörur, á til teknuin tímum, og svo ódýrar sem framast má verða. Rjett er að taka það fram að auk þess verðs sem verð- lagsskrá fjelagsins tilgreinir greiða fjelagsmenn venjulega 1 % af vörunum til lúkningar kostnaði innan deildar: laun deildarstjóra. Gjald til stofnsjóðs er eigi gjald til verðhækkunur vörunum, heldur er það fjársöfnunarað- ferð, arðberandi veltufje, sem myndar sjerstæða sjóðeign undir nafni hvers starfandi fjelagsmanns, og sem er rjettkræf til útborgunar af fjelaginu, eptir frjálslegri reglu- gerð. Rað er skaði að því, hvað tímaritinu berst lítið til at- hugunar og birtingar af verðlagsskrám kaupfjelaganna hjer á landi, því þær geta gefið bendingar um ýmislegt í verzlunarmálum vorum. Verðlagsskrárnar sýna, meðal annars, mismuninn á pöntunarverði og kaupmannaverði, þær sýna sannvirði varanna og hvað tekist hefir að fá þær ódýrar það og það árið, og gefa tilefni til marg- víslegs samanburðar, bæði milli kaupfjelaga og kaup- manna og fjelaganna sjálfra innbyrðis. Ef verðskrár koma há nokkuð mörgum fjelögum og verðlagið er til muna ólíkt, gefur það tilefni til að grenslast eptir orsökunum.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.