Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 32

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 32
180 Jafnframt þessu fá fjelögin nýja bendingu um það, að þau mega eigi slá slöku við það að ná því takmari, sem fyrst: að öll kaupfjelög landsins hafi megnið af við- skiptum sínum við öflugt og efnalega sjálfstætt, innlent sambandsfjelag, er hafi sína eigin erindreka í útlöndum, þar sem mest er þörfin til. Því er miður að fullkomið bandalag í þessum efnum sýnist enn þá eiga langt í land meðal kaupfjelaganna; vjer erum þó komnir í landsýn og þá er þegar nokkuð ágengt orðið. Það má eigi vanrækja neitt af því sem greiðir leiðina til takmarksins, þó smátt kunni að virðast. í þessu efni er aukin viðkynning fjelaganna mikils virði. Fjelögin þurfa t. d. að vita um vöruval, verðlag og til- kostnað hvort hjá öðru. A þessu hlýtur að vera talsvert að græða jafnvel í þeim fjelögum sem talin eru lengst á veg komin. Vjer kaupum árlega margbreyttar vörur frá útlöndum, getum eigi hjá því komizt, en fæstir þeirra, sem eiga að útvega þessar vörur geta, af eigin sjón, kynnt sjer þær á markaðnum erlendis. Það er ekki lítið vandaverk, fyrir óæfða menn, að starfa að því heima í sæti sínu að velja vörur sem haganlegast fyrir fjelags- menn og ná í hin beztu sambönd, innan um allan þann aragrúa sem til er af frambjóðendum. Það er eigi heldur nóg að búa til lista með einhverjum vörunöfnum og fela svo allt saman einhverjum umboðsmanni í útlönd- um, sem er högum vorum lítið kunnugur og sem ef til vill er hirðulítill í tilbót. Hinir óæfðari þurfa að útvega sjer upplýsingar og leiðbeiningar hjá þeim fjelögum sem mesta hafa reynsluna. þeir, sem æfðari eru, nokkuð svo, í vöruvalinu, mega heldur eigi slá slöku við það, að afla sjer nýrra upplýsinga og fylgjast sem bezt með öllum verulegum breytingum á tilbúningi vara og verðlagi á heimsmarkaðinum. þeir eiga að kynna sjer það rækilega hvað satt muni vera í Joví, ef þeim er bent á það að vöruvalið hafi tekizt betur annarstaðar. Pað er óhæfileg-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.