Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 34

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 34
Sláturfje Kaupfjelags Pingeyinga, haustið 1909. Eptir því sem sauðaeign landbænda hefir minnkað, hefir og útflutningur lifandi sauðfjár orðið æ minni og minni, þó enn sje hann eigi með öllu horfinn. Að sama skapi hefir sláturfjenu fjölgað, og raunar miklu meira en það, af því miklu fleira hefir þurft til að greiða jafna fjárhæð, þar sem megnið af sláturfjenu er miklu rýrara og verðminna en sauðirnir. Mikill hluti sláturfjárins er einnig dilkar, nú orðið, og þeir eru, til jafnaðar, talsvert verðminni en eldra fjeð. En hvort sem menn hafa sauði, annað eldra fje, eða þá dilka til verzlunarviðskipta, munu allir kosta kapps um það, að fjártegundin sýni sem mest- ar afurðir. í því efni þykir mest undir því komið, nú á dögum, að kindin verði sem þyngst, og kroppurinn af henni^vigti sem mest, því kjötið er verðmesti partur kindarinnar, þegar henni er slátrað. Meðan útflutningur lifandi sauðfjár stóð, að nokkuru ráði, var auðvelt að fá ábyggilegar yfirlitsskýrslur um meðal- þyngd sauða í ýmsum hjeruðum, og sjá hvernig horfði með fjárræktina í þeirri grein. í fyrsta árgangi tímarits þessa (bls. óó) er skýrsla um meðalþyngd útfluttra sauða í Kaupfjelagi F’ingeyinga um 23 ár, eða yfir tímabilið 1884 — 1906, og sýnir hún, að meðalþyngd sauðanna hefir aukist allmikið á þessum árum; árið 1884 er hún 109.20 pd., en árið 1905 er hún 125 pd. og var þó miklu íleira af eldri sauðum fyrstu árin. Síðustu tvö árin hefir

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.