Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 35

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 35
183 meðalþyngd útfluttra sauða í sama fjelagi, vaxið nokkuð, þegar þess er gætt, að veturgömlum sauðum fjölgar allt af töluvert til útflutnings. Um vaxandi vænleik sláturfjárins eru skýrslur til, eða drög til þeirra, svo mjer sje kunnugt engar um. Pað væri þó bæði fróðlegt og gagnlegt, að almenn- ingur ætti aðgang að þesskonar skýrslum, svo hægt væri að sjá það hvaða árangur tilraunir manna bera með fjárræktina. það sem einstakir menn athuga, heima| á sínum eigin búum, kemur sjaldan opinberlega fram, og getur heldur eigi orðið almennur mælikvarði. Allt öðru máli er að gegna um áreiðanlegar skýrslur, sem byggðar eru á sauðfjárinnleggi manna á víð og dreif í heilum sveitum. Hinar nýju reglur, sem ýms sláturfjelög og kaupfjelög hafa skuldbundið sig til að fylgja, við sláturfjármóttöku, leggja upp í hendur manna góð drög til yfirlitsskýrslna um vænleik sauðfjárips, af því flokkunin er þar svo margbreytt og hver einstakur kroppur vigtaður út af fyrir sig. Ef þesskonar skýrslur koma víða að, og ná til nokkurra, ættu þær að geta, betur en flest annað, hjálpað mönnum til að koma með rjetta úrlausn á ýms- um spurningum, er snerta sauðfjárrækt landsmanna og búnaðarhætti. Þær gætu sýnt á hvaða stigi fjárræktin er í sama hjeraði, borið saman við fyrri ár, og hvernig þessu er háttað hjeraðanna á milli; þær gefa mönnum tilefni til að grenslast eptir því hvað mismuninum veldur o. s. frv. Með slíkum skýrslum má fá góðar bendingar um það, hverja þýðingu dilkaeldið hafi fyrir vænleik fjár- ins og hvernig það borgi sig, móts við hagaeldi lamb- anna og nytkun ásauðar; hvernig það beri sig að hafa veturgamalt fje, ær og eldri sauði til frálags, m. fl. og fl. Síðast liðin þrjú haust hefi eg haft aðalumsjón með innleggi sláturfjár fyrir Kaupfjelag Þingeyinga, og hefi þvi haft góða aðstöðu til að veita öllu því eptirtekt, sem bendir á mismunandi fjárrækt manna á fjelagssvæðinu, og grenslast eptir orsökunum, bæði að því er snertir 13*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.