Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 36

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 36
184 einstaka menn og heilar sveitir. Fyrir þennan kunnugleik og athugun get eg, þegar fyrir fram, farið nærri um það , livernig fjeð muni reynast hjá hverjum þeim fjelagsmanni, sem að staðaldri kemur með sláturfje, og hvernig það muni verða úr hverri deild. Pó reynslan sýni það yfir- leitt, að fjeð sje vænna í landkjarnasveitunum og af góð- um afrjettum, kemur það samt allopt fyrir, að fje (eink- um dilkar) úr hinum svo nefndu »megringssveitum<: reynist viðlíka vel hjá stöku manni og þá kemur spurningin: Hvers vegna getur fjeð eigi orðið viðlíka vænt hjá grönn- um þeim, sem búa við svipuð skilyrði? Bókfærsla og skýrsluform, við fjártökuna var talsvert á annan hátt síðast liðið ár en áður. Pess vegna er varla hægt að að sýna samandregna skýrslu fyrir öll árin, enda var mest að marka sláturfjárinnleggið í haust, af því sláturfjeð var nú ’/3 íleira en 1908 og '/2 fleira en 1907. Læt eg því við það sitja að setja hjer á eptir útdrátt úr sláturfjárskýrslu fjelagsins í haust sem leið (1909). Flokkun á útflutningshæfu kjöti var nákvæmlega gerð eptir þeim reglum er síðasti aðalfundur sambands- kaupfjelagsins setti (sbr. tímaritið þ. á., bls. 8 — 9) og aldrei vigtaður nema einn kroppur í senn.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.