Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Blaðsíða 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Blaðsíða 44
192 að fara hyggilega með lánstraust og peninga. í þess- konar námsskeiði hafa flestar þjóðir orðið að taka þátt, áður en þær náðu fullorðinsaldri staðgóðrar framsóknar. Ef land vort er byggilegt, á annað borð, hlýtur það að borga sig að gera það enn byggilegra. Hingað til hefir eigi verið miklu til þess kostað. Til þessa þurfum vjer peninga og óhvikult lánstraust. Þegar vjer loks náðum í peninga, vörðum vjer þeim að miklu leyti utan við eðli- Iegusta atvinnuvegi landsins. Það var meinið, en þar í ætti þá einnig að felast lœrdómurinn. Sje nú mesta sjóganginum slotað, verður eigi annað sagt en skipskaðarnir hafi orðið líkum færri, og hófleys- ingjarnir hafi ekki verið fleiri hjá oss en gerzt hefir meðal annara þjóða, þegar líkt hefir staðið á. Því miður mun vera hætt við því að afleiðingarnar sjeu enn þá eigi fyllilega komnar í Ijós, einkum þar sem lagt hefir verið út í nokkuð djörf og vafasöm fyrirtæki með verzl- un, iðnað og jafnvel sjávarútveg. Víðast hvar ætti Iand- búnaðurinn að vera búinn að sýna það, eða þá gera það fljótlega, hvernig hann þolir þessa raun, sem nú hefir borið að, og það bendir flest til þess að sú þraut- seigja, sem hingað til hefir einkennt hann, og lífsþróttur sá, sem í honum býr, muni enn eigi láta sjer til mikillar skammar verða. Gjaldeyrir landbænda hefir verið með meira móti í ár, að vöxtunum til, og vöruverðið alls eigi lágt. Sauðfjenu var töluvert að fjölga, meðfram fyrir lántöku bænda að vísu, en um hitt munaði mestu, að vel Ijet í ári að undanförnu, að öllu leyti, og vanhöld á sauðfje voru lítil: fjárkláðinn sigraður, bráðafár og sóttarpest höfðu eigi gert mikinn usla. Sauðfjárinnlegg hefir því orðið mikið í meira lagi og almennast niun það vera að landbændur hafi minnkað töluvert verzlunarskuldir sínar í haust, án þess þó að sauðfjáreignin hafi minnkað; hún hefir líklega fremur aukizt, og má þá kalla vel að verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.