Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 44

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 44
192 að fara hyggilega með lánstraust og peninga. í þess- konar námsskeiði hafa flestar þjóðir orðið að taka þátt, áður en þær náðu fullorðinsaldri staðgóðrar framsóknar. Ef land vort er byggilegt, á annað borð, hlýtur það að borga sig að gera það enn byggilegra. Hingað til hefir eigi verið miklu til þess kostað. Til þessa þurfum vjer peninga og óhvikult lánstraust. Þegar vjer loks náðum í peninga, vörðum vjer þeim að miklu leyti utan við eðli- Iegusta atvinnuvegi landsins. Það var meinið, en þar í ætti þá einnig að felast lœrdómurinn. Sje nú mesta sjóganginum slotað, verður eigi annað sagt en skipskaðarnir hafi orðið líkum færri, og hófleys- ingjarnir hafi ekki verið fleiri hjá oss en gerzt hefir meðal annara þjóða, þegar líkt hefir staðið á. Því miður mun vera hætt við því að afleiðingarnar sjeu enn þá eigi fyllilega komnar í Ijós, einkum þar sem lagt hefir verið út í nokkuð djörf og vafasöm fyrirtæki með verzl- un, iðnað og jafnvel sjávarútveg. Víðast hvar ætti Iand- búnaðurinn að vera búinn að sýna það, eða þá gera það fljótlega, hvernig hann þolir þessa raun, sem nú hefir borið að, og það bendir flest til þess að sú þraut- seigja, sem hingað til hefir einkennt hann, og lífsþróttur sá, sem í honum býr, muni enn eigi láta sjer til mikillar skammar verða. Gjaldeyrir landbænda hefir verið með meira móti í ár, að vöxtunum til, og vöruverðið alls eigi lágt. Sauðfjenu var töluvert að fjölga, meðfram fyrir lántöku bænda að vísu, en um hitt munaði mestu, að vel Ijet í ári að undanförnu, að öllu leyti, og vanhöld á sauðfje voru lítil: fjárkláðinn sigraður, bráðafár og sóttarpest höfðu eigi gert mikinn usla. Sauðfjárinnlegg hefir því orðið mikið í meira lagi og almennast niun það vera að landbændur hafi minnkað töluvert verzlunarskuldir sínar í haust, án þess þó að sauðfjáreignin hafi minnkað; hún hefir líklega fremur aukizt, og má þá kalla vel að verið.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.