Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Side 45
Af Samvitmufjelagsskap landsmanna er fátt nýtt eða
markvert að segja. Af því næstum öll kaupfjelög lands-
ins hafa sáralítið veltufje, af eigin efnum, áttu mörg
þeirra f mestu herkjum með það, að geta fengið starfs-
fje til nauðsynlegustu athafna sinna. Bankar landsins
áttu óhægt með að veita fjelögunum mikil lán og munu
naumast heldur hafa talið það áhættulaust, eptir nýaf-
staðin óþægileg dæmi í þá átt. í útlöndum var eigi held-
ur auðgengið að því að fá lán, bæði vegna peninga-
kreppunnar þar, og jafnframt sökum þess að traustið á
skilsemi íslendinga var orðið af skornum skamti, eins
og við mátti búast eptir því, sem á undan var gengið.
Þrátt fyrir þetta gátu samt flest fjelögin útvegað nauð-
synlegustu vörur handa fjelagsmönnum og það jafnvel
þar, sem aðsókn manna fór vaxandi, sem víða mun
hafa átt sjer stað, af því margir kaupmenn voru óbirgir
að vörum og sumir fengu alls ekki nýjar vörur. Af því
kaupfjelögin fóru víst með varlegra móti í vörukaup, en
lögðu fram gjaldeyrir, í meira lagi er enginn vafi á því
að þau standa nú i talsvert minni skuldum en við síð-
ustu áramót. Það hefir því ræzt vonum betur úr fyrir
kaupfjelögunum á þessu ári og traustið á þeim, bæði
■nn á við og út á við, mun fremur hafa farið vaxandi,
þar sem viðskiptamunurinn hjá þeim og kaupmönnum
hefir verið með meira móti. Kaupmenn fóru gætilegar en
áður í samkeppninni, gagnvart fjelögunum, enda munu
flestir þeirra hafa þurft þess, vegna fjárhags síns; það
ber því minna en áður á teygingum og kapphlaupi frá
þeirra hálfu.
Rjómabúunum hefir flestum farið vel að stofni, þ. á.
Framleiðslan hefir verið með mesta móti og smjörverðið
gott. Jafnvel á Norðurlandi, þar sem horfði fremur óvæn-
lega við með rjómabúin, fyrir tveim árum síðan, hefir
útlitið mikið batnað frá þeim tíma, og með viðlíka fram-
haldi eru þau viss með að koma að tilætluðum notum.
Það hefir stórlega aukið vinsældir rjómabúanna að menn