Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 48

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Page 48
Pistlar eptir Jón Jónsson, Gauta. I. Fyrir tveim árum, er eg var staddur í Kaupmannahöfn, hjelt einn af merkari þingmönnum Dana ræðu í þinginu, sem vakti allmikla eptirtekt, sjerstaklega meðal kaupfje- lagsmanna. Hann hafði áður verið talinn fremur and- vígur kaupfjelögunum. Hann hjelt því fram, að smásal- arnir væru að setja bæinn (Kaupmannahöfn) á höfuðið. Hann gæti aldrei risið undir því að ala 12,000 smákaup- menn. Þetta eyðslunnar og munaðarins höfuðbói, þessi Babylon Norðurlanda gœti ekki þetta borið. Allt annað væri hjegómi einn, hjá þessari vanspilun efnanna. þetta var að minnsta kosti efni ræðunnar. Eg skrifaði, fyrir nokkurum árum, grein í »Norðra& um verzlunina, sjerstaklega miðað við F’ingeyjarsýslu. Sýndi að nokkuru hvernig henni væri komið, hver um- setningin væri og í hverra höndum. F*á voru, í F’ingeyjarsýslunum báðum, og eru enn, þrjú kaupfjelög og ein útlend verzlun, sem höfðu þá verzl- unarmagnið í höndum sjer. En innlendu kaupmennirnir voru þá 15 eða 16, að mig minnir, og voru þá að þjóta upp. Eg leitaðist við að sýna fram á, að þessi verzlunar- keppni, þessi fýsn í að gera verzlun að atvinnuvegi sín- um og gróðavegi hlyti að hafa illan enda. Verzlunin í F'ingeyjarsýslu gæti eigi fætt svona marga verzlara, auk

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.