Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.08.1909, Síða 53
Frá útlöndum.
I. Almennar horfur.
Eins og í flestum öðrum starfsgreinum, hefir undan-
gengin verzlunardeyfð og peningadýrtíð verið til mikilla
óþæginda fyrir samvinnufjelagsskapinn í útlöndum, eink-
um á Norðurlöndum, þar sem einna mest hefir kveðið
að þessum viðskiptaannmörkum. Afleiðingarnar hafa þó
eigi orðið lakari en það, að árságóði fjelaganna síðast-
liðið ár (1908) var víðast hvar með minna móti. Utbreiðsla
og viðskiptavelta kaupfjelaganna hefir aukizt líkt og áður.
Þetta á einnig heima í Danmörku, þar sem peningaþröng-
in var einna mest, og jafnhliða því var hafin, þar í landi,
megnasti andróður gegn fjelögunum og beinar árásir, af
hálfu kaupmannastjettarinnar, sem illa getur unað því að
láta smávinna landið undan sjer. Það mýkir heldur eigi
hug kaupmannanna dönsku, þegar þeir verða þess varir,
að óvinirnir eru komnir inn fyrir garðinn: inn f sjálfa
höfuðborgina. í Höfn ráðgerir, nefnilega, sambandsstjórn
verkmannafjelaganna að koma á fót öflugu kaupfjelagi
meðal fjelagsmanna, sem eru um 53 þús. -Það átti að
nota Albertshneykslið og ýmislegt t'leira sem vopn á
kaupíjelagsskapinn, en tilgangurinn náðist ekki. Fjelögin
gátu fyllilega hreinsað sig af áaustri mótstöðumannanna,
i öllum greinum, og standa nú á fastari fótum en áður.
Það er annars engin furða þó dönskum kaupmönnum
svíði í lófana við það, að alltaí er dregiö meir og meir