Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 78

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.01.1911, Blaðsíða 78
74 fræðslu og rjettan skilning á efninu muni þeim birta fyrir augum; að þá muni lífið fá í augum þeirra bjartari og hlýrri blæ en það annars hefir, þegar það er skoðað gegnum hin pólitísku rjettarfars gleraugu. Pá munu þeir og finna verkefni, sem þeir geta unnið að af heilum og hlýjum huga, með von og trú á fram- tíðina; verkefni, sem gefur þeim meira og sannara mann- gildi en hinn pólitíski rjettarrekstur. Hver sá, sem til- einkar sjer þessa hugsjón, með skilningi á markmiði hennar og afleiðingum, hlýtur að líta öðrum augum en áður á nær því öll hlutföll mannlífsins. Hann tekur, ef svo mætti að orði kveða, nýja trú, trú á hin betri öfl í lífi og sálum mannanna; og þessi trú hlýtur að bera ávöxt í verkum hans, að hvaða málefnum sem hann vinnur, mýkja lund hans, en eyða tortryggni og þeirri umsát, sem hin eldri lífsskoðun eggjaði til. Sá, sem ekki hefir tekið þessa trú, ekki tileinkað sjer samúðarhugsjónina í öllum samböndum og hlutföllum lífsins, hann er naumast hætur til að vinna að sam- vinnumálum svo, að rjettur og sannur árangur verði af starfi hans. Hann getur þá ekki heldur unnið að þeim málum með þeirri von og tru, og þeirri víðsýni, sem er skilyrði fyrir góðum árangri allra nytsemdarverka, hvort sem er í minni eða stærri verkahring; hann er jafn ófær til þess að vinna sannarlegt gagn, eða nokkuð það, er þoki að hinu virkilega marki, hvort heldur er í litlu kaupfjelagi, rjómabúi eða sambandsmálum þjóðanna. Pess vegna er svo afar-nauðsynlegt að afla sjer góðr- ar fræðslu og fulls skilnings á þessum stefnum yfir höfuð að tala, og það getum vjer einungis með því, að kynna oss rækilega hin mörgu og merku rit, sem nú eru árlega gefin út um þessi efni, nær því á öllum tungum, hvort sem höfundar þeirra kalla sig »sócialista«, »anarkista«, »Georgista«, »cooperatista« eða annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.