Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 39
33
Auðvitað yrði það svo, að sá hluti þjóðarinnar, sem ut-
an við fjelögin stendur, fengi betri innkaup i bráðina, í
þeim hjeruðum, þar sem einstakar verzlanir verða að
keppa við fjelögin, því þessar verzlanir yrðu, eins og
áður er vikið að, að sveigja verðlagið sem mest til sömu
áttar og væri hjá fjelögunum, eða gera sjálfar sig óþarf-
ar, og iíklega tækju þær heldur fyrri kostinn.
Pau úrslit, sem þá mundu, að ytri sýn, liggja fyrir,
yrðu þessi:
»Verðlagið hjá innkaupafjelögunum og hinum einstöku
verzlunum er eins. Fjelögin hafa engan afgang til ágóða-
úthlutunar. Það er dálítil áhætta að vera meðlimur í inn-
kaupafjelagi. Hjá þessari áhættu er hægt að komast, með
því að standa utan við fjelögin.«
Verði þessi skilningur ráðandi hjá miklum meiri hluta
þjóðarinnar, þá hafa innkaupafjelögin lagt snöru um sinn
eigin háls.
Hefir maður svo með þessari aðferð vissulega unnið
þeim hluta þjóðarinnar varanlegt gagn, sem stendur ut-
an við innkaupafjelögin? Nei, þar hafa menn unnið ó-
bætanlegan skaða af því menn á róttækasta hátt hafa
beitt undirróðri (»agiterað«) móti vaxandi fylgi samvinnu-
fjelaganna, reynt að ónýta það eina meðal sem til er, ef
menn vilja komast hjá ágengni sjerverzlananna.
Rjetta aðferðin til að veita almenningi hjálp, í þessu
tilfelli, er því sú: að gera öllum sem auðveldast að sjá
það, hvar hjálpina er að finna, í stað þess að koma þeirri
algerlega röngu skoðun inn hjá fjöldanum, að það sje
ekki að eins ávinningslaust að hagnýta sjer fjelagsskap-
inn, heldur verði hagnaðurinn meiri með því að standa
utan við hann.
Skylda samvinnufjelaganna er að eins sú, að gera að-
ganginn auðveldan, árangurinn Ijósan og halda veginum
ólokuðum í fjelögunum fyrir samvinnu allra. En að neyða
3
✓