Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 39

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 39
33 Auðvitað yrði það svo, að sá hluti þjóðarinnar, sem ut- an við fjelögin stendur, fengi betri innkaup i bráðina, í þeim hjeruðum, þar sem einstakar verzlanir verða að keppa við fjelögin, því þessar verzlanir yrðu, eins og áður er vikið að, að sveigja verðlagið sem mest til sömu áttar og væri hjá fjelögunum, eða gera sjálfar sig óþarf- ar, og iíklega tækju þær heldur fyrri kostinn. Pau úrslit, sem þá mundu, að ytri sýn, liggja fyrir, yrðu þessi: »Verðlagið hjá innkaupafjelögunum og hinum einstöku verzlunum er eins. Fjelögin hafa engan afgang til ágóða- úthlutunar. Það er dálítil áhætta að vera meðlimur í inn- kaupafjelagi. Hjá þessari áhættu er hægt að komast, með því að standa utan við fjelögin.« Verði þessi skilningur ráðandi hjá miklum meiri hluta þjóðarinnar, þá hafa innkaupafjelögin lagt snöru um sinn eigin háls. Hefir maður svo með þessari aðferð vissulega unnið þeim hluta þjóðarinnar varanlegt gagn, sem stendur ut- an við innkaupafjelögin? Nei, þar hafa menn unnið ó- bætanlegan skaða af því menn á róttækasta hátt hafa beitt undirróðri (»agiterað«) móti vaxandi fylgi samvinnu- fjelaganna, reynt að ónýta það eina meðal sem til er, ef menn vilja komast hjá ágengni sjerverzlananna. Rjetta aðferðin til að veita almenningi hjálp, í þessu tilfelli, er því sú: að gera öllum sem auðveldast að sjá það, hvar hjálpina er að finna, í stað þess að koma þeirri algerlega röngu skoðun inn hjá fjöldanum, að það sje ekki að eins ávinningslaust að hagnýta sjer fjelagsskap- inn, heldur verði hagnaðurinn meiri með því að standa utan við hann. Skylda samvinnufjelaganna er að eins sú, að gera að- ganginn auðveldan, árangurinn Ijósan og halda veginum ólokuðum í fjelögunum fyrir samvinnu allra. En að neyða 3 ✓
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.