Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 30
24
nauðsynjavörum, einkanlega matvörum —, sem borgar-
arnir með þurfa, en sem eigi er nægilega mikið framleitt
af í landinu sjálfu. Þessu er þá ýmist úthlutað eptir viss-
um reglum eða geymt til komandi tíma.
Að hafa hemil á óhóflegu verðlagi á nauðsynjavöru
hjá vörusölum og kaupsýslumönnum og setja í því skyni
þingskipaðar eða stjórnskipaðar nefndir manna, sem hafa
fullt vald til þess að lækka verðið á þeim vörutegund-
um, sem menn kvarta um að sje óhóflega hátt. Nefndir
þessar útvega sjer þá nauðsynlegar upplýsingar í hverju
einstöku tilfelli, og færa verðið hæfilega niður, ef það
reynist of hátt, eptir tilkostnaði og eðlilegri aðstöðu
seljanda.
Að leggja bráðabirgðarskatta á allan óvanalegan fram-
leiðslu- og kaupsýslugróða og stóreignir einstakra manna,
til þess að auka tekjur ríkisins, svo af meiru sje aðtaka
til varnar út á við og umbótaráðstafana á hag almenn-
ings innanlands.
Að veita dýrtiðaruppbót opinberum starfsmönnum rík-
isins og starfsmönnum sveita- og bæjarfjelaga á líkan
hátt og ýms frjáls fjelög gera, ótilknúin, gagnvart sínum
starfsmönnum.
Að veita beina dýrtiðarhjálp, þar sem neyðin er mest
meðal alþýðunnar, og Ijetta þar af eða lækka greiðslur
til almennra þarfa.
í styrjaldarlöndunum sjálfum eru afskipti ríkisstjórn-
anna margfalt víðtækari og aflmeiri af þeim högum al-
mennings og viðskiptum, sem áður hafa verið hlutlaus
látin. Mun kveða langmest að slíku á Pýzkalandi, eins og
eðlilegt er, af því hernaðaraðferð bandamanna stefnir að
því að svelta miðríkin og einangra þau svo sem unnt er.
Kveður svo ramt að þessu, að alþjóðareglur eru þrásinn-
um brotnar eins og við höfum fengið að kenna á.
í svonefndum »hlutlausu« löndum hjer í álfu hefir orð-
ið að grípa til þeirra óvenjulegu ráðstafana sem að fram-
an eru nefndar, með fleiru, sem þar er eigi til greint.