Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 14

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 14
8 trauðra forsprakka skilyrðislaus nauðsyn, ef vænst er nokkurs árangurs. Breytingin, sem hjer er um að ræða, er þá sú ein, að erindreki samvinnufjelaganna flytur úr höfuðstað Dan- merkur í höfuðstað íslands og fær meira vald og betri aðstöðu til að bæta úr þörf samvinnufjelaganna. Hann mundi dvelja í Reykjavík mestan hluta árs og selja ís- lenzkar afurðir og kaupa erlendan varning fyrir samvinnu- fjelögin. Sú vara kæmi að sumu leyti beint til Reykja- víkur og biði í vörubyrgjum við höfnina, sumpart eptir því að fara með strandbátunum til smáhafna víðs vegar um land, eða væri færður til að bæta úr ófyrirsjeðri þörf — sbr. það, sem áður er sagt um heildsöluþörf, vegna smáfjelaga —. En mjög mikill hluti af erlend- um varningi heildsölunnar færi með millilandaskipunum beina leið á aðalhafnirnar. Enn fremur mundi og heild- salan auðvitað selja íslenzkar afurðir frá sömu stöðum, þó að þær færu krókalaust frá framleiðslustaðnum til út- landa. Formaður heildsölunnar mundi þurfa, er fram liðu stundir, að hafa undir sinni stjórn fjölmenna skrifstofu i Reykjavík, sem gæti unnið hin hversdagslegu störf, jafn- vel þó að formaðurinn brigði sjer til útlanda, t. d. einu- sinni eða tvisvar á ári. Sennilega yrði einnig að hafa skrifstofur á einum eða fleiri stöðum erlendis. En þær yrðu þá útibú heildsölunnar í Reykjavík og undir um- sjón og yfirstjórn formanns. hennar. Sumir samvinnu- menn álíta, að formaðurinn verði að dvelja erlendis tvo, þrjá mánuði framan af vetri, meðan á kjötsölunni stend- ur. Og það er vel samrýmanlegt því skipulagi, sem hjer er lýst. En hinsvegar má benda á það, að varla mun þurfa að gera ráð fyrir saltkjötssölu til útlanda, er fram líða stundir. Kæliflutningur mun koma í hennar stað og gera minni kröfur til formanns heildsölunnar um lang- dvalir erlendis. Hann mun, eins og aðrir heildsalar, fram- kvæma kaup og sölu með brjefaskriftum og símskeytum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.