Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Page 14
8
trauðra forsprakka skilyrðislaus nauðsyn, ef vænst er
nokkurs árangurs.
Breytingin, sem hjer er um að ræða, er þá sú ein, að
erindreki samvinnufjelaganna flytur úr höfuðstað Dan-
merkur í höfuðstað íslands og fær meira vald og betri
aðstöðu til að bæta úr þörf samvinnufjelaganna. Hann
mundi dvelja í Reykjavík mestan hluta árs og selja ís-
lenzkar afurðir og kaupa erlendan varning fyrir samvinnu-
fjelögin. Sú vara kæmi að sumu leyti beint til Reykja-
víkur og biði í vörubyrgjum við höfnina, sumpart eptir
því að fara með strandbátunum til smáhafna víðs vegar
um land, eða væri færður til að bæta úr ófyrirsjeðri
þörf — sbr. það, sem áður er sagt um heildsöluþörf,
vegna smáfjelaga —. En mjög mikill hluti af erlend-
um varningi heildsölunnar færi með millilandaskipunum
beina leið á aðalhafnirnar. Enn fremur mundi og heild-
salan auðvitað selja íslenzkar afurðir frá sömu stöðum,
þó að þær færu krókalaust frá framleiðslustaðnum til út-
landa.
Formaður heildsölunnar mundi þurfa, er fram liðu
stundir, að hafa undir sinni stjórn fjölmenna skrifstofu i
Reykjavík, sem gæti unnið hin hversdagslegu störf, jafn-
vel þó að formaðurinn brigði sjer til útlanda, t. d. einu-
sinni eða tvisvar á ári. Sennilega yrði einnig að hafa
skrifstofur á einum eða fleiri stöðum erlendis. En þær
yrðu þá útibú heildsölunnar í Reykjavík og undir um-
sjón og yfirstjórn formanns. hennar. Sumir samvinnu-
menn álíta, að formaðurinn verði að dvelja erlendis tvo,
þrjá mánuði framan af vetri, meðan á kjötsölunni stend-
ur. Og það er vel samrýmanlegt því skipulagi, sem hjer
er lýst. En hinsvegar má benda á það, að varla mun
þurfa að gera ráð fyrir saltkjötssölu til útlanda, er fram
líða stundir. Kæliflutningur mun koma í hennar stað og
gera minni kröfur til formanns heildsölunnar um lang-
dvalir erlendis. Hann mun, eins og aðrir heildsalar, fram-
kvæma kaup og sölu með brjefaskriftum og símskeytum