Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Blaðsíða 9
3 manna, og vinna með ýmsu öðru móti að eflingu sam- vinnu í landinu. Þau eru lengst komin og frá þeim verð- ur að vænta forgöngu í þessari framfarabaráttu á kom- andi tímum. En af hinum einangruðu fjelögum má bú- ast við að þau gangi í sambandið og verði þannig að- njótandi þeirra hlunninda, sem sambandið veitir, jafn- framt því, sem þau taka á sig rjettmætan hluta af ervið- inu og ábyrgðinni, sem af framsókninni leiðir. Fyrsta vandamálið er það, hversu hægt er að fá ein- angruðu fjelögin inn í sambandið. F*ví er fljótsvarað. Með þvi að losa þau úr klóm umboðssalanna og stór- kaupmannanna, með því að sambandið geti bœtt úr láns- drottinsþörf þeirra. Og það verður með því að hafa öfl- uga samvinnuheildsölu i Reykjavik. Sú hugmynd hefir verið skyrð hjer áður í Tímaritinu og má nú byggja á því. En eins og niálum er nú komið, þarf þó að bæta við nokkrum athugasemdum. Sambandskaupfjelagið hefir nú stjórn, sem á heima víðsvegar um Norðurland, og erindreka, sem á að vera búsettur í Kaupmannahöfn. Þetta skipulag er eðlilegt spor í áttina, en ekki til frambúðar. Allir sjá að sam- vinna meðal þessara stjórnaraðila er, vegna staðhátta, mjög ervið og dýr. Verzlun landsins hverfur æ meir og meir til höfuðstaðarins. Og að því er útlönd snertir, minnka að sama skapi áhrif Kaupmannahafnar og Dan- merkur á íslenzka verzlun, en þýzkaland, England og Bandaríkin verða aðalviðskiptavinir íslendinga. Að stríð- inu loknu mun þessi breyting verða mjög hraðfara. En af þessu leiðir, að hin starfandi stjórn sambands- kaupfjelaganna má, á komandi árum, hvorki vera svo dreifð, sem nú er, eða hafa höfuðstöðvar á Norðurlandi og í Kaupmannahöfn. Og af dæmi andstæðinganna: heildsalanna, má sjá, hvar aðalstjórn samvinnumála okk- ar á að vera. Hún á að vera í Reykjavík, með einni eða 1*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.