Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 9

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga - 01.03.1916, Side 9
3 manna, og vinna með ýmsu öðru móti að eflingu sam- vinnu í landinu. Þau eru lengst komin og frá þeim verð- ur að vænta forgöngu í þessari framfarabaráttu á kom- andi tímum. En af hinum einangruðu fjelögum má bú- ast við að þau gangi í sambandið og verði þannig að- njótandi þeirra hlunninda, sem sambandið veitir, jafn- framt því, sem þau taka á sig rjettmætan hluta af ervið- inu og ábyrgðinni, sem af framsókninni leiðir. Fyrsta vandamálið er það, hversu hægt er að fá ein- angruðu fjelögin inn í sambandið. F*ví er fljótsvarað. Með þvi að losa þau úr klóm umboðssalanna og stór- kaupmannanna, með því að sambandið geti bœtt úr láns- drottinsþörf þeirra. Og það verður með því að hafa öfl- uga samvinnuheildsölu i Reykjavik. Sú hugmynd hefir verið skyrð hjer áður í Tímaritinu og má nú byggja á því. En eins og niálum er nú komið, þarf þó að bæta við nokkrum athugasemdum. Sambandskaupfjelagið hefir nú stjórn, sem á heima víðsvegar um Norðurland, og erindreka, sem á að vera búsettur í Kaupmannahöfn. Þetta skipulag er eðlilegt spor í áttina, en ekki til frambúðar. Allir sjá að sam- vinna meðal þessara stjórnaraðila er, vegna staðhátta, mjög ervið og dýr. Verzlun landsins hverfur æ meir og meir til höfuðstaðarins. Og að því er útlönd snertir, minnka að sama skapi áhrif Kaupmannahafnar og Dan- merkur á íslenzka verzlun, en þýzkaland, England og Bandaríkin verða aðalviðskiptavinir íslendinga. Að stríð- inu loknu mun þessi breyting verða mjög hraðfara. En af þessu leiðir, að hin starfandi stjórn sambands- kaupfjelaganna má, á komandi árum, hvorki vera svo dreifð, sem nú er, eða hafa höfuðstöðvar á Norðurlandi og í Kaupmannahöfn. Og af dæmi andstæðinganna: heildsalanna, má sjá, hvar aðalstjórn samvinnumála okk- ar á að vera. Hún á að vera í Reykjavík, með einni eða 1*

x

Tímarit íslenzkra samvinnufélaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit íslenzkra samvinnufélaga
https://timarit.is/publication/342

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.