Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1960, Page 13

Andvari - 01.04.1960, Page 13
ANDVARI STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON 11 að Einar skyldi ekki síðar á ævi leggja meiri rækt við ljóðgáfu sína en raun ber vitni, því að íhygli hans, vitsmunir og listgáfa njóta sín einkar vel í knöppu eða takmörkuðu formi, eins og fram kemur af smásögum hans, og tilfinninga- næmi hans og fíngerður stíll eru oft af eðli og svip ljóðræns skáldskapar. En þegar honum var boðið að gefa út Ljóð sín á 75 ára afmæli sínu (1934), voru þau aðeins rúmlega helmingi meiri að vöxtum en fyrra safnið og mikið af viðbótunum tækifæriskvæði eða úr sögum hans og leikritum. Þau fáu kvæði, sem eftir Einar liggja, eru raunar ekki stórfelld, sum þó býsna svipmikil (Bólu-Hjálmar, Rosi) eða persónuleg (Endurminningar, um Gest Pálsson), en flest þeirra eru hugþekk og nnaðsleg, og öll eru þau vönduð og smekkleg. I ljóðmælasafninu eldra er þegar Sjötta ferS Sindbaðs — ort upp úr sögu í Þúsund og einni nótt — en í lok þess kvæðis birtir Einar verkefni ókominnar ævi sinnar, þótt honum hafi þá varla verið það fullljóst — hann her frarn lífs- gátu sína í þessari skáldlegu og spámannlcgu spurningu: En er nokkuð hinum megin? VI Enn varð Einar að fást við ritstjórn hlaða sér og sínum til lífsuppeldis rúman áratug, eftir að hann fluttist alkominn hingað heirn (1895). Þau hlöð, sem hann vann að (ísafold, ásamt Birni Jónssyni, 1895—1901, Norðurland á Akureyri 1901—1904 og loks Fjallkonan 1904—1906) voru oft með óvenju- legum menningarbrag, og ritaði hann m. a. mikið um skólamál og hætta alþýðumenntun. En hér er ekki tóm til að ræða stjórnmálagreinar hans. — í hlaðamennsku sinni hafði Einar hvorki til að bera eldmóð ofstækismannsins né vígamóð stríðsunnandans. En vopnfimur var hann allt um það og slyngur í ritdeilum, þótt hann sparaði stóru höggin. Ritháttur hans og málaflutningur var áhrifaríkur og sannfærandi með þeirri framsetningu hógværðar og sann- girni, sem olli því, að hann náði fyrirstöðuminna til manna en ella hefði orðið. í deilug reinum var aðferð hans oft sú, eins og Stefán Einarsson hefur !ýst vel,14 að fyrst gerði hann ráð fyrir, að andstæðingurinn hefði á réttu að standa. En síðan vék hann að hverju atriðinu á fætur öðru, rakti þau sundur og reif niður, unz ekkert stóð óhaggað eftir. Þannig bar málaflutningur- lnn jafnan svip rökvísi og raunhyggju. Jafnvel í þeirn efnum, þar sem sann- færingin varð sterkust, svo sem um annað líf og sambandið við hina fram- hðnu, hoðaði hann mál sitt með fulltingi efasemda og lilutlægniskenndrar hóg- værðar. Það er þessi lítt mótstæðilegi áhrifamáttur íhygli og gætni, sem Guð- æundur Elagalín liefur svo linyttilega kallað „hæglætis ofriki".15 Þessi og

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.