Andvari

Árgangur

Andvari - 01.04.1960, Síða 96

Andvari - 01.04.1960, Síða 96
94 GILS GUÐMUNDSSON ANDVAIiI bónda vió fjárhús og kom ekki í bæinn. Sigríður taldi víst, er hún frétti um ferðir lians, að hann mundi koma við í bakaleið. Og þar sem hún þóttist örugg um að við sig ætti hann erindi, vildi hún gera honum vel til í beinleika og bakaði lummur til að gæða honum á með kaffinu er hann kæmi. Hann kom ekki. Til lians sást frá Lækjardal er hann fór fram hjá og leit ekki heim. Er Sigríður fregnaði það, mælti hún ekki margt í það sinn, en þung varð brúnin og kaldur svipurinn. Skömmu síðar sér húsfreyja að Sigríður tínir lunimurnar hverja af annarri í hundinn. Hún varð hissa og spurði hverju sætti, að hún kastaði slíku lostæti fyrir hundhræið. Sigríður reistist við og svaraði kuldalega: — Ég held að það sé sama hvor hundurinn etur þær.“ „Hrakhólar og höfuðból" er 278 bls. að stærð, útgáfan snotur. Fylgir bókinni nafna- skrá, svo sem nauðsynlegt er um þess háttar rit, þótt stundum vilji gleymast. Gils Guðmundsson. Eyrbyggja Saga. Paul Schach og Lee M. Hollander þýddu. The University of Neb- raska Press og The American-Scandinavian Foundation. Svo hefur löngum verið talið, og það með réttu, að fornbókmenntir íslendinga hafi flestu öðru fremur skapað okkur tilveru- rétt sem sérstakri þjóð og þessa menningar- arfs sé aldrei of vel gætt eða of mikið að því gert að kunngera hann öðrum þjóðum, því að tunga vor er af fáum skilin, svo að ein- asta leiðin til að íslenzkar bókmenntir nái til eyrna umheimsins er, að þeim sé snúið á aðrar tungur, en það er meiri vandi en flesta grunar að koma þeim ósködduðum yfir til hins fyrirheitna lands. Fyrir nokkru kom út á vegum The Uni- versity of Ncbraska Press and The American Seandinavian Foundation ný þýðing á Eyr- byggju. Þessi þýðing cr þannig unnin, að próf. Paul Schach hefur þýtt textann úr íslenzku, en Lee M. Hollander hefur þýtt vísurnar og ritað formála. Auk þess liefur hann haft hönd í bagga með öllu verkinu. Til er að vísu gömul þýðing frá því fyrir aldamót, sem Eiríkur Magnússon átti hlut að. Einn galli hennar var sá, að notað var fornlegt mál og jafnvel mállýzkur, sem gerðu þýðinguna óaðgengilegri fyrir hinn almenna lesanda, og er enginn greiði við íslenzka tungu, að henni sé þannig snúið. íslenzki textinn í útgáfum Hugos Gerings og Einars Ól. Sveinssonar er lagður til grundvallar þýðingunni, svo að hinn þýddi texti er reistur á traustum grunni. Að því leyti, sem hægt er að dæma, er þýðingin mjög vel af hendi leyst. Hinn íslenzki texti er vandlega þræddur, málið er laust við að vera nokkuð fyrnt, þá gætir þýðandinn þess að vera stuttorður og gagnorður, svo að hinn þýddi texti verður ekki lengri en hinn ís- lenzki, svo að nokkru nemi, en slíkt er ekki lítill galdur, ef ekkert á að fara forgörðum af söguefninu. Þess gætir að vísu á stöku stað, að merking einstöku orðs og setningar er ekki náð, en það væri ofurmannlegt að gera slíkt, enda er ensk tunga í dag ekki rnótuð eða þjálfuð til þess að tjá hugtök 13. aldar manna á íslandi. Lee M. Hollander hefur þýtt vísurnar í bókinni, og það er næsta erfitt verk. Hann notar stuðla og höfuðstafi og kenningar. Slíkt hlýtur að vera næsta erfitt fyrir les- endur enskrar tungu, enda þótt skýringar fylgi. En með þessu hafa þeir félagar sýnt trúmennsku sína í verki, og fyrir það ber að þakka, svo og (illuin, sem lagt hafa liönd að því að gera þessa þýðingu jafnvel úr hendi og raun ber vitni. Aðalgeir Kristjánsson. Athugasemd. Grein Egils Hallgrímssonar kennara, um Jón Þorkelsson og Thorkelliisjóð, sem birtist í síðasta hefti Andvara, var lítið eitt breytt erindi, sem hann flutti í útvarpið á 200. ártíð Jóns Þorkelssonar, 5. maí 1959.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.